Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Seley

Seley er klettaeyja, sem liggur u.þ.b. 4,6 km utan mynnis Reyðarfjarðar. Hún er lág (21m) og þakin     gróðri. Norðan og sunnan hennar eru nokkur sker. Eyjan var í eigu Hólma og æðarvarp var þar mikið. Enginn hefur búið að staðaldri í Seley en þar voru fyrrum verbúðir sjómanna, sem stunduðu aðallega hákarla-, lúðu- og skötuveiðar.

Eins og víða annar staðar í verum fyrri tíma voru þar aflraunasteinar, sem sjómenn reyndu afl sitt á í landlegum. Þeir voru kallaðir Hrúturinn, Ærin og Lambið Ásmundur Helgason gerði þessu tímabili góð skil í bókinni „Á sjó og landi”.

Í Tyrkjaráninu 1627 komust 13 Reyðfirðingar undan sjóræningjunum með því að fela sig í Seley segja munnmæli.

Myndasafn

Í grennd

Reyðarfjörður
Búðareyri er kauptún innst við norðanverðan Reyðarfjörð og nefnist nú einfaldlega Reyðarfjörður. Frá náttúrunnar hendi eru mjög góð hafnarskilyrði við…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Stærstu Eyjar
1. Heimaey  13,4 2. Hrísey á Eyjafirði  8,0 3. Hjörsey í Faxaflóa  5,5 4. Grímsey  5,3 5. Flatey á Skjálfanda  2,8 6. Málmey  2,4 7. Papey  2,0 …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )