Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Seley

Seley er klettaeyja, sem liggur u.þ.b. 4,6 km utan mynnis Reyðarfjarðar. Hún er lág (21m) og þakin gróðri. Norðan og sunnan hennar eru nokkur sker. Eyjan var í eigu Hólma og æðarvarp var þar mikið. Enginn hefur búið að staðaldri í Seley en þar voru fyrrum verbúðir sjómanna, sem stunduðu aðallega hákarla-, lúðu- og skötuveiðar.

Eins og víða annar staðar í verum fyrri tíma voru þar aflraunasteinar, sem sjómenn reyndu afl sitt á í landlegum. Þeir voru kallaðir Hrúturinn, Ærin og Lambið Ásmundur Helgason gerði þessu tímabili góð skil í bókinni „Á sjó og landi”. Í Tyrkjaráninu 1627 komust 13 Reyðfirðingar undan sjóræningjunum með því að fela sig í Seley segja munnmæli.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )