Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Svínaskálastekkur

Reyðarfjörður

Svínaskálastekkur er eyðibýli í Helgustaðahreppi í Reyðarfirði. Árið 1904 byggði Ásgeir Ásgeirsson frá   Ísafirði þar hvalstöð, sem var við lýði í átta ár. Hvalskurðinn önnuðust Norðmenn. C.E. Evensen var framkvæmdastjóri stöðvarinnar. Heimamenn súrsuðu hvalkjöt og notuðu það einnig til skepnufóðurs. Talsverð hákarlaveiði var í firðinum, þar sem hvalveiðararnir sökktu beinagrindum hvalanna á útleið. Síðustu ár stöðvarinnar voru hvalirnir malaðir í gúanó. Richard Beck (1897-1979), prófessor í Kanada, fæddist að Svínaskálastekk. Hann skildi eftir mikið safn ritverka og varð heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 1961.

Myndasafn

Í grennd

Reyðarfjörður
Búðareyri er kauptún innst við norðanverðan Reyðarfjörð og nefnist nú einfaldlega Reyðarfjörður. Frá náttúrunnar hendi eru mjög góð hafnarskilyrði við…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )