Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Svínaskálastekkur

Svínaskálastekkur er eyðibýli í Helgustaðahreppi í Reyðarfirði. Árið 1904 byggði Ásgeir Ásgeirsson frá   Ísafirði þar hvalstöð, sem var við lýði í átta ár. Hvalskurðinn önnuðust Norðmenn. C.E. Evensen var framkvæmdastjóri stöðvarinnar. Heimamenn súrsuðu hvalkjöt og notuðu það einnig til skepnufóðurs. Talsverð hákarlaveiði var í firðinum, þar sem hvalveiðararnir sökktu beinagrindum hvalanna á útleið. Síðustu ár stöðvarinnar voru hvalirnir malaðir í gúanó. Richard Beck (1897-1979), prófessor í Kanada, fæddist að Svínaskálastekk. Hann skildi eftir mikið safn ritverka og varð heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 1961.

Myndasafn

Í grend

Reyðarfjörður
Búðareyri er kauptún innst við norðanverðan Reyðarfjörð og nefnist nú einfaldlega Reyðarfjörður. Frá náttúrunnar hendi eru mjög góð hafnarskilyrði við…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )