Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grímsárvirkjun, Seyðidfjörður

Seyðisfjörður

Árið 1952 var Rarik heimilað með lögum að virkja Grímsá á Völlum eða Fjarðará í Seyðisfirði með allt að  2000 hestafla orkuveri. Frá því átti að leggja aðalorkuveitu til Seyðisfjarðarkaupstaðar, Neskaupstaðar og Eskifjarðar. Eftir nokkrar rannsóknir var á vormánuðum 1954 ákveðin 2,4 MW virkjun í Grímsá við Grímsárfoss, sem var um 18 m hár.

Grímsá er dragá, sem á upptök í fjallgarði milli Austfjarða og Fljótsdalshéraðs og fellur í Lagarfljót við Vallanes. Grímsáin fær nafn eftir að Geitdalsá og Múlaá hafa fallið saman í einn farveg í Skriðdalnum. Múlaá á upptök í Ódáðavatni og nefnist þá Öxará. Þaðan fellur áin niður heiði er nefnist Öxi og í Skriðuvatn og nefnist eftir það Múlaá.

Vatnasvið Grímsár er 500 km² við virkjunina. Rennsli er mjög sveiflukennt, mesta rennsli um 300 m³/sek, sem er tífalt meðalrennsli árinnar. Minnsta rennsli er aðeins liðlega 1 m³/sek.

Framkvæmdir við virkjunina hófust sumarið 1955. Vegna staðhátta var ákveðið að reisa neðanjarðarstöð. Flúð eða stallur er 35 m fyrir ofan fossbrún. Ofan hennar var reist 400 m löng stífla. Hún er 12 m há, þar sem hún er hæst í árfarveginum.

Hverfill með lóðréttum ási er af Francis gerð. Stöðvarhús er tveggja hæða bæði neðan- og ofanjarðar. Á efri hæð er stjórnklefi, verkstæði og á neðri hæð er vélasalur. Frárennslisgöng (30 m) voru sprengd út í gil neðan við Grímsárfoss.

Grímsárvirkjun var gangsett til rafmagnsframleiðslu 15. júní 1958 og lauk framkvæmdum í nóvemberlok sama ár.

Truflanir hafa verið á vatnsrennsli frá upphafi, sérstaklega að veturna. Þær stafa af því, hve rennsli í ánum er misjafnt og hve lítið miðlunarrými er í lóninu. Nýting hefur verið all góð þrátt fyrir þessa rennslisörðugleika eða um 5000 til 7000 stundir á ári miðað við ástimplað afl rafala.
Heimild: RARIK

Myndasafn

Í grennd

Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Fjarðará – Norðfjarðará
Fjarðará er í Norðfjarðarhreppi, Suður-Múlasýslu. Upptök hennar eru á Hraundal og Fannardal og   í hana renna margir lækir á leiðinni til sjávar uns h…
Fjarðarselsvirkjun
Thorvald Krabbe landsverkfræðingur athugaði árið 1906 á hvern hátt unnt væri að virkja Fjarðará og fá   raflýsingu fyrir Seyðisfjörð. Umræður um rafma…
Seyðisfjörður
Seyðisfjörður gengur suður úr Djúpinu milli Hestfjarðar og Álftafjarðar. Hlíðar í Seyðisfirði eru brattar  gróðurlitlar. Nokkuð gróðurlendi er innst …
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )