Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Seyðisfjörður

Seyðisfjörður gengur suður úr Djúpinu milli Hestfjarðar og Álftafjarðar. Hlíðar í Seyðisfirði eru brattar  gróðurlitlar. Nokkuð gróðurlendi er innst í firðinum og væri þar gott til ræktunar, ef nokkrum kæmi að nytjum.

Nú er öll byggð við fjörðinn eydd. Hinn svonefndi Djúpvegur liggur um Kambsnes milli Álftafjarðar og Seyðisfjarðar en aðeins þarf hér að fara undir vesturhlíðum Seyðisfjarðar, því að fyrir botni hans er lágt eiði og auðveld vegarlagning inn til Hestfjarðar. Fyrir bæði hann og Skötufjörð verður hins vegar að krækja út á yztu nes.

 

Myndasafn

Í grennd

Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )