Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ísafjörður

Ísafjörður

Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður menningar og verzlunar á Vestfjörðum. Menning er þar fjölskrúðug og Ísfirðingar eru þekktir af fjölbreyttu tónlistarlífi. Verzlun hefur verið stunduð á Ísafirði frá tímum einokunarinnar og er enn rekin þar með myndarskap. Bærinn hefur lengi verið ein helzta verstöð landsins og hefur sjósókn Ísfirðinga, og annarra Vestfirðinga, verið annáluð um aldir. Merkt byggðasafn er á Ísafirði og þar er elsta hús á Íslandi, Tjöruhúsið, reist 1734. Það er í Neðstakaupstað, en þar er elzta húsaþyrping á landinu frá 1757-1875.

Skíðaíþróttin hefur lengi verið stunduð á Ísafirði. Fólk kemur víða að af landinu til að stunda þessa hollu íþrótt, enda er aðstaða með því bezta, sem gerist. Það er líflegt í bænum um páskana á árlegri skíðaviku. Margir beztu skíðamenn landsins eru frá Ísafirði og nágrannabyggðum. Fjölbreytt afþreying fyrir ferðamenn stendur til boða allt árið, hvort sem er til sjós eða lands.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 490 km.

Myndasafn

Í grennd

Arnarnes
Arnarnes gengur fram milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar, suður úr Ísafjarðardjúpi. Upp frá því er mynni  Arnardals. Fjallið Ernir er yzti hluti Kirk…
Grænahlíð
Grænahlíð er við norðanvert mynni Ísafjarðardjúps. Hún nær frá Ritaskörðum, sem skilja hana og Rit að, að Sléttu í Jökulfjörðum. Þetta er sæbrött hamr…
Hnífsdalur
Hnífsdalur er þorp yzt við Skutulsfjörð að vestan, skammt utan við kaupstaðinn á Ísafirði og hluti  lögsagnarumdæmis hans frá 1971. Íbúar í Hnífsdal v…
Holt í Önundarfirði
Holt í Önundarfirði hefur verið mikið höfuðból og prestsetur um aldir og talið meðal beztu brauða landsins vegna ýmissa hlunninda. Holtskirkja var byg…
Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…
Ísafjarðardjúp
Þessi stóri og marggreindi fjörður er nefndur Djúpið í daglegu tali. Hann er um 20 km breiður milli  Stigahlíðar og Grænuhlíðar, en er innar dregur, m…
Kirkjur á Vestfjörðum og Ströndum
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Álftamýrarkirkja Bíldudalskirkja Breiðavik Breiðavíkurkirkja Breiðuvíkurkirkja …
Önundarfjörður
Önundarfjörður liggur milli Dýrafjarðar og Súgandafjarðar. Hann er um 20 km langur og 6 km breiður í  mynni en mjókkar mjög, er innar dregur. Há fjöll…
Orkubú Vestfjarða, ferðast og fræðast
Orkubú Vestfjarða HF var stofnað á grundvelli laga frá 2001. Orkubú Vestfjarða HF tók til starfa 1. júlí   2001. Orkubú Vestfjarða var fyrsta rafveita…
Óshlíð
Yzti hluti þessarar snarbröttu hlíðar milli Hnífsdals og Bolungarvíkur er kallaður Óshyrna og neðan hennar eru Óshólar, sem eru vitastæði. Sagt er, a…
Skálavík
Skálavík var vestust byggð í N-Ís. vestan Ísafjarðarkaupstaðar. Víkin er stutt og breið fyrir opnu hafi. Þar  er því brimasamt og lending óhæg. Stuttu…
Strandir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…
Súðavík
Súðavíkurhreppur er nokkurs konar smækkuð mynd Vestfjarða, þar sem hver fjörður og nes hefur sitt séryfirbragð og náttúrunnendur geta valið úr fjölmör…
Suðureyri
Suðureyri við Súgandafjörð er vinalegt kauptún á sandeyri undir fjallinu Spilli við sunnanverðan fjörðinn. Við fjörðinn norðanverðan (Norðureyri) nær …
Súgandafjörður
Súgandafjörður gengur inn milli Galtar og Sauðaness. Hann er nyrzti fjörður V-Ísafjarðarsýslu og þeirra   minnstur, um 13 km langur og um 4 km breiður…
Tjaldstæðið Ísafjörður Tungudalur
Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður menningar og verzlunar á Vestfjörðum. Menning er þar fjölskrúðug og Ísfirðingar eru þekktir af fjölbreyt…
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum …
Vestfirðir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Reykhólum til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðis er sérstaklega getið að neðan. Vestfirðir eru ti…
Vigur
Vigur er næststærsta eyjan í Ísafjarðardjúpi. Hún er fyrir mynni Skötufjarðar og Hestfjarðar, um 2 km á  lengd og tæpir 400 m á breidd. Í Vigur er eit…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )