Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hornstrandir

Hornbjargsviti

Hornstrandir Vestfjörðum

Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit vestan Aðalvíkur (áður Kögur). Austur-Strandir eru austan Hornbjargs og Vestur-Strandir vestan þess. Allmikil byggð var á Hornströndum fyrrum og fólkið þar var sérstakt fyrir siði og atvinnuhætti.
Öll byggð er horfin og bústaður vitavarðarins við Látravík er líka tómur. Hann var mannaður aftur 1999, þótt ekki væri um vitavörzlu að ræða á ný.
Ferðafélag Íslands hefur tekið við rekstri Hornbjargsvita af þeim hjónum Ævari Sigdórssyni og Unu Lilju Eiríksdóttur. FÍ gerir langtímasamning við Siglingastofnun um rekstur og viðhald á húsum á svæðinu og mun um leið reka gistiþjónustu fyrir ferðamenn á staðnum. undanfarin ár.
Vegleysur Hornstranda voru erfiðar íbúunum, einkum á vetrum, en núna streyma ferðalangar þangað og njóta dýrlegs landslags og heilbrigðrar hreyfingar í gönguferðum, sem hefjast gjarnan með bátsferð frá Ísafirði eða nyrztu byggðum Stranda. Hornstrandir voru friðlýstar ásamt Aðalvík og Jökulfjörðum árið 1975.

Myndasafn

Í grennd

Aðalvík á Hornströndum
Aðalvík er á Hornströndum, næst norðan við Ísafjarðardjúp, milli Rits og Straumness. Hún er 6-7 km breið en lítið eitt lengri. Fjöllin á báða bóga eru…
Barðsvík
Barðsvík er á milli Smiðjuvíkur og Bolungarvíkur. Áin Barðsvíkurós kvíslast á sandinum neðan Naustahlíða og votlendi er allmikið. Fjallið milli Barðsv…
Bolungarvík Hornstrandir
Bolungarvík er láglend og votlend og girt hamraþiljum á báða bóga, Skarðsfjalli (502m) að norðan og utan þess og Bolungarvíkurbjargi að sunnan með Dr…
Drangajökull
Drangajökull er nyrstur, hinn fimmti stærsti jökla landsins og u.þ.b. 200 km² að flatarmáli. Skriðjöklar   hans falla m.a. til Kaldalóns, norður á Hor…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að sko…
Furufjörður
Furufjörður er stuttur og breiður fyrir opnu hafi á mörkum Stranda og Hornstranda. Vesturströnd hans   er innan Hornstrandsfriðlands og fjallið Ernir …
Göngubók Snorra Grímssonar Inngangur
HORNSTRANDIR - JÖKULFIRÐIR GÖNGULEIÐIR UM HORNSTRANDIR OG JÖKULFIRÐI Kuldaleg nöfn setja gjarnan hroll að manni. Hefur líka löngum legið það orð á…
Grænahlíð
Grænahlíð er við norðanvert mynni Ísafjarðardjúps. Hún nær frá Ritaskörðum, sem skilja hana og Rit að, að Sléttu í Jökulfjörðum. Þetta er sæbrött hamr…
Grunnavík
Grunnavík er yzt í Jökulfjörðum sunnanverðum milli Staðarhlíðar og Vébjarnarnúps. Efst er Staðarhlíð þverhnípt og skriðurunnin niður að sjó. Maríuhorn…
Hælavíkurbjarg
Hælavíkurbjarg (258m) er fuglabjarg á milli Hælavíkur og Hornvíkur. Það var nefnt eftir stökum í sjó framan bjargsins. Undir bjarginu er svokölluð He…
Hesteyri Hesteyrarfjörður
Hesteyrarfjörður er vestastur Jökulfjarða. Hann er girtur bröttum og skriðurunnum fjöllum niður að sjávarmáli með takmörkuðu undirlendi. Austan fjarða…
Hlöðuvík
Á milli Kjalárnúps í Almenningum vestari og Hælavíkurbjargs liggja þrjár víkur, Kjaransvík, Hlöðuvík og Hælavík. Þær eru kallaðar einu nafni Víkurnar.…
Hornbjarg
Hornbjarg er hrikalegt standberg austast á Hornströndum, eitt mesta fuglabjarg landsins. Hæstur tinda þar er Kálfatindur (534m). Jörundur (423m) er no…
Hrafnsfjörður
Hrafnsfjörður er í botni Jökulfjarða. Mörk Hornstrandafriðlands eru í botni hans og báðum megin fjarðar eru skriðurunnin fjöll með klettabeltum. Sunna…
Kjaransvík
Kjaransvík, Hlöðuvík og Hælavík eru kallaðar Víkurnar. Þær eru á milli Kjalárnúps í Almenningum og Hælavíkurbjargs. Kjaransvík er vestust og milli hen…
Leirufjörður
Leirufjörður er minnstur og syðstur Jökulfjarða. Hann er smám saman að fyllast af framburði frá Drangajökli. Höfuðbólið Dynjandi stóð vestan fjarðar o…
Lónafjörður
Lónafjörður á milli Hrafnsfjarðar og Veiðileysufjarðar og Lónanúps og Múla. Hann er þröngur og sólin bræðir vetrarsnjóinn ekki fyrr en komið er vel fr…
Reykjarfjörður Nyrðri
Reykjarfjörður á milli Geirólfsgnúps og Þaralátursness er breiður og stuttur. Hann fór endanlega í eyði 1959 en húsunum, sem standa í tveimur þyrpingu…
Skjaldarbjarnarvík
Skjaldarbjarnarvík er nyrzta býli Strandasýslu. Landamerki jarðarinnar eru hin sömu og milli Standasýslu og N.-Ísafjarðarsýslu við Geirólfsgnúp að nor…
Smiðjuvík
Smiðjuvík er milli Smiðjuvíkurbjarga að norðvestan og Barðs að suðaustan. Nafn hennar er dregið af sögnum um smiðju Barða landnámsmanns í Barðsvík. Up…
Strandir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…
Straumnes
Straumnes er á milli Aðalvíkur og Rekavíkur. Fjallið á nesinu heitir ýmsum nöfnum líkt og Esjan. Upp af Aðalvík heitir það Látrafjall og frá Kví gengu…
Veiðileysufjörður
Veiðileysufjörður er u.þ.b. 8 km langur til norðurs og allt að 2 km breiður og þarmeð lengstur  . Hann er girtur bröttum og hömróttum fjöllum og lágle…
Vestfirðir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Reykhólum til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðis er sérstaklega getið að neðan. Vestfirðir eru ti…
Þaralátursfjörður
Þaralátursfjörður er milli Furufjarðar og Reykjafjarðar. Milli hans og Reykjarfjarðar er Þaralátursnes og  milli hans og Furufjarðar. Þaralátursós á …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )