Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þaralátursfjörður

Þarlátursfjörður

Þaralátursfjörður er milli Furufjarðar og Reykjafjarðar. Milli hans og Reykjarfjarðar er Þaralátursnes og  milli hans og Furufjarðar. Þaralátursós á upptök sín í Drangajökli og flæmist um sandana við ármynnið, þar sem er gróðursnautt. Eyrarnar eru frjósamar og þar er eyrarrós áberandi síðla sumars en þessi jurt er óvíða að finna annars staðar á Vestfjörðum. Landkostir Þaralátursfjarðar voru aldrei miklir, þannig að þar var ekki þéttbýlt. Hann fór í eyði árið 1946 og í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá upphafi 18. aldar er talað um forna eyðijörð í firðinum, sem hafi ekki verið íbyggð í manna minnum. Hlunnindin lágu í selveiði og rekaviði auk betra skipalægis en í næstu fjörðum.

Íslendingasögurnar og sagnir síðari tíma segja frá mörgum misyndismönnum, sem sóttu til Stranda og ekki sízt í Þaralátursfjörð vegna fámennis á flótta undan réttvísinni. Óspakshöfði, kenndur við Óspak Glúmsson úr Eyrbyggju, er ofarlega í Þaralátursósnum. Óspakur fór um Strandir með ránum og spellvirkjum á 11. öld og bændur settust um víggirtan bæ hans í Þaralátursfirði. Niðurstaða þessa umsáturs var loforð Ósvífurs að fara brott og koma aldrei aftur á Strandir.

Gangan fyrir Þaralátursnes er greið til Reykjarfjarðar. Leiðin um Svartaskarð til Furufjarðar er talsvert erfið og Ósinn í Þaralátursfirði er væður á fjöru en óvæður á flóði.

Myndasafn

Í grennd

Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…
Norðurfjörður
Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og   yfirgefin. Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fá…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )