Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Norðurfjörður

Norðurfjörður

Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og   yfirgefin. Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fáu, sem eru eftir í byggðarlaginu. Akfær vegur liggur að Munaðarnesi, yzt við Ingólfsfjörð. Annar vegur liggur um Meladal niður í fjarðarbotninn að Eyri, þar sem síldarvinnslan var, og áfram fyrir fjórhjóladrifna bíla í Ófeigsfjörð. Þá liggur vegur að Felli á Veturmýrarnesi. Margir aka þann veg áleiðis til að njóta sundlaugarinnar að Krossnesi.

Kálfshamarstindur (646m) rís yfir botn Norðurfjarðar. Þaðan er góður útsýnisstaður yfir hluta Stranda og Húnaflóa.

Við endann á veginum inn með Norðurfirði, sem er í bröttum skriðum, er Stórakleif. Þar stendur drangur í stórgrýttri fjörunni. Sagt er, að Guðmundur biskup góði hafi setið í holu í þessum drangi, þegar hann vígði skriðurnar, sem eru oftast nefndar Urðir. Áður en hann vígði skriðurnar voru slys tíð þar.

Myndasafn

Í grennd

Djúpavík
Djúpavík er í landi Kjósar, gamals eyðibýlis, sem er í hálfhringlaga dalkvos í Reykjarfirði. Árið 1917 var Guðjón Jónsson, fyrsti íbúinn, skráður t…
Drangaskörð
Drangaskörð eru eitt af mest áberandi náttúrufyrirbærum landsins norðan Drangavíkur. Þau ganga fram   úr Skarðafjalli milli Drangavíkur og Dranga og g…
Drangavík
Drangavík er sunnan Drangaskarða, milli Hrúteyjarness og Engjaness. Drangavíkurdalur teygist upp í hálendið og áin, sem er samnefnd víkinni, fellur ni…
Eyvindarfjörður
Eyvindarfjörður er einn þriggja fjarða, sem gengur inn úr Ófeigsfjarðarflóa. Austar eru Ófeigsfjörður og  Ingólfsfjörður. Eyvindarfjörður er lítill fj…
Finnbogastaðir
Finnbogastaðir eru í Trékyllisvík. Þeir eru kenndir við Finnboga ramma, sem sagður er hafa byggt sér  bæ  þar, þegar hann varð að flýja Norðurland ve…
Galdrar, galdrabrennur á Vestfjörðum og Ströndum
Galdrabrennur á Vestfjörðum og Ströndum Þórður Guðbrandsson 1654. Veikindi og óáran fóru að gera vart við sig í Trékyllisvík árið 1652, einkum meðal …
Ingólfsfjörður
Ingólfsfjörður á Ströndum er u.þ.b. 8 km langur og 1½ km á breidd á milli Munaðarness og Seljaness. Úti fyrir eru sker og grynningar en fjörðurinn sjá…
Krossaneslaug
Krossaneslaug í Norðurfirði á Ströndum Fjölmargir ferðamenn leggja líka leið sína á Strandirnar til að njóta umhverfisins. Í Norðurfirði er ágætis ve…
Kúvíkur
Kúvíkur eru við Reykjarfjörð og byggðust úr landi Halldórsstaða. Þar var eini verzlunarstaður Strandasýslu frá því um 1600 þar til Borðeyri varð löggi…
Litla og Stóra-Ávík
Litla- og Stóra-Ávík eru bæir við Trékyllisvík og inn af þeim er Ávíkurdalur, handan Sætrafjalls. granítsteinn, sem talið er að hafi borizt til lands…
Ófeigsfjörður
Ófeigsfjarðarflói greinist í þrjá firði, Ingólfsfjörð austast, Ófeigsfjörð í miðju og Eyvindarfjörð vestast. Þessir firðir voru nefndir eftir þremur …
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…
Strandir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…
Trékyllisvík
Trékyllisvík í Árneshreppi er umkringd svipmiklum fjöllum með allmiklu og grösugu undirlendi. Nafngjafi víkurinnar er sagður vera skip, sem var smíðað…
Valgeirstaðir við Norðurfjörð
Valgeirsstaðir við Norðurfjörð á Ströndum er gamalt íbúðarhús í góðu ástandi. Það er við botn fjarðarins, rétt ofan við fallega sandfjöru. Húsið er hi…
Veiði Strandir
Stangveiði á Ströndum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Strandir …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )