Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gjögur

Gjögur er fyrrum fræg veiðistöð við mynni Reykjarfjarðar, einkum vegna hákarlaveiði á síðustu öld. En fóru oft um 15 skip til hákalaveiða samtímis. Nú er engin ábúandi á Gjögri. Norður af Gjögri er Finnbogastaðir en þar er gistaðstaða fyrir ferðamenn á sumrin. Kaupfélag Strandamanna er með útibú í Norðurfirði við Trékyllisvík. Vegakerfið á Ströndum endar við bæina Fell, Munaðarnes og niðri í Ingólfsfirði, þótt hægt sé að brölta vegleysu inn í Ófeigsfjörð. Reglubundið póstflug er til Gjögurs og eru það einu samgöngurnar yfir vetrarmánuðina.

Skammt frá flugvellinum eru heitar laugar við sjávarkambinn, sem vert er að skoða en heimamenn, sem dvelja að Gjörgri á sumrin, biðja aðkomumenn að nota þær ekki til baða. Bent er á laugina í Krossnesi.

Myndasafn

Í grend

Djúpavík
Djúpavík er í landi Kjósar, gamals eyðibýlis, sem er í hálfhringlaga dalkvos í Reykjarfirði. Árið 1917 var Guðjón Jónsson, fyrsti í ...
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður sy ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )