Gjögur er fyrrum fræg veiðistöð við mynni Reykjarfjarðar, einkum vegna hákarlaveiði á síðustu öld. En fóru oft um 15 skip til hákalaveiða samtímis. Nú er engin ábúandi á Gjögri. Norður af Gjögri er Finnbogastaðir en þar er gistaðstaða fyrir ferðamenn á sumrin. Kaupfélag Strandamanna er með útibú í Norðurfirði við Trékyllisvík. Vegakerfið á Ströndum endar við bæina Fell, Munaðarnes og niðri í Ingólfsfirði, þótt hægt sé að brölta vegleysu inn í Ófeigsfjörð. Reglubundið póstflug er til Gjögurs og eru það einu samgöngurnar yfir vetrarmánuðina.
Flugfélagið Vængir hóf póst- flug 04.10 1973 á leiðinni Reykjavfk, Hólmavík, Gjögur og til baka. Áformað er að fljúga tvisvar í viku á þessari leið ef veður leyfir, Flugstjórinn í þessari fyrstu ferð var Birgir Sumarliðsaon, sem sýðar varð flugrekstrarstjóri Vængja.
Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).
Axel Thorarensen og veiðimaðimaður gaf okkur veður-uppýsingar fyrir lendingu og flugtak á Gjögurflugvelli.
Seinna varð Adolf Thorarensen (Gjögri) flugvallastjóri.
Adolf lést 26. september 1996
Skammt frá flugvellinum eru heitar laugar við sjávarkambinn, sem vert er að skoða en heimamenn, sem dvelja að Gjörgri á sumrin, biðja aðkomumenn að nota þær ekki til baða. Bent er á laugina í Krossnesi.