Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gjögur

Gjögur er fyrrum fræg veiðistöð við mynni Reykjarfjarðar, einkum vegna hákarlaveiði á síðustu öld. En fóru oft um 15 skip til hákalaveiða samtímis. Nú er engin ábúandi á Gjögri. Norður af Gjögri er Finnbogastaðir en þar er gistaðstaða fyrir ferðamenn á sumrin. Kaupfélag Strandamanna er með útibú í Norðurfirði við Trékyllisvík. Vegakerfið á Ströndum endar við bæina Fell, Munaðarnes og niðri í Ingólfsfirði, þótt hægt sé að brölta vegleysu inn í Ófeigsfjörð. Reglubundið póstflug er til Gjögurs og eru það einu samgöngurnar yfir vetrarmánuðina.

Samgöngur:
Norlandair
RKV-GJR
mán og fös kl. 14:30

GJR-RKV
mán og fös kl.15:30

Sagan:
Flugfélagið Vængir hóf póst- flug 04.10 1973  á leiðinni Reykjavík, Hólmavík, Gjögur og til baka til Hólmavíkur og þaðan til Reykjavíkur. Áformað var að fljúga tvisvar í viku á þessari leið ef veður leyfir, flogið var með lækni frá Hólmavik til Gjögurs.

Flugstjórinn í þessari fyrstu ferð var Birgir Sumarliðsaon, sem sýðar varð flugrekstrarstjóri Vængja.
Sem heldur um uppýsingavefnum nat.is

Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).

Axel Thorarensen sjómaður með meiru sá um að gefa okkur, veður og ástand Gjögurflugvöll fyrstu árin!!

Seinna varð Adolf Thorarensen Flugvallastjóri (Gjögri).
Adolf lést 26. september 1996

Skammt frá flugvellinum eru heitar laugar við sjávarkambinn, sem vert er að skoða en heimamenn, sem dvelja að Gjörgri á sumrin, biðja aðkomumenn að nota þær ekki til baða. Bent er á laugina í Krossnesi.

Myndasafn

Í grennd

Djúpavík
Djúpavík er í landi Kjósar, gamals eyðibýlis, sem er í hálfhringlaga dalkvos í Reykjarfirði. Árið 1917 var Guðjón Jónsson, fyrsti íbúinn, skráður t…
Gjögursvatn
Gjögursvatn er í Árneshreppi í Strandasýslu. Það er 0,45 km², grunnt og í 42 m hæð yfir sjó. Úr því  Landamerkjalækur til sjávar. Gott er að komas…
Krossaneslaug
Krossaneslaug í Norðurfirði á Ströndum Fjölmargir ferðamenn leggja líka leið sína á Strandirnar til að njóta umhverfisins. Í Norðurfirði er ágætis ve…
Norðurfjörður
Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og   yfirgefin. Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fá…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…
Strandir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…
Trékyllisvík
Trékyllisvík í Árneshreppi er umkringd svipmiklum fjöllum með allmiklu og grösugu undirlendi. Nafngjafi víkurinnar er sagður vera skip, sem var smíðað…
Veiði Strandir
Stangveiði á Ströndum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Strandir …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )