Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kúvíkur

Tófa Hornströndum

Kúvíkur eru við Reykjarfjörð og byggðust úr landi Halldórsstaða. Þar var eini verzlunarstaður Strandasýslu frá því um 1600 þar til Borðeyri varð löggiltur verzlunarstaður 1846. Þar voru um tíma tvær verzlanir og heimavistarskóli var rekinn þar einn vetur (1916).

Í dönskum heimildum er getið lýsishafnar við Reykjarfjörð, hinnar einu slíkrar á landinu, sem gefur til kynna mikilvægi viðskipta með hákarlalýsi.

Í kjölfar einokunar hófst föst búseta kaupmanna. Byggð hélzt í Kúvíkum fram á 20. öldina en fluttist að mestu til Djúpavíkur, þegar síldarævintýrið stóð hæst. Áður en það hófst var mikil hákarlaútgerð frá Kúvíkum með dekkbátum. Þar má ennþá sjá merki umsvifanna, til dæmis potta, sem hákarlalýsið var soðið í og tóftir sem gefa hugmynd um skipulag kaupstaðarins. Norðmenn reistu síldarsöltunarstöð utan við Kúvíkur upp úr aldamótunum 1900 og nefndu hana Heklu. Thorarensen-ættin er upprunnin í Kúvíkum.

Myndasafn

Í grennd

Djúpavík
Djúpavík er í landi Kjósar, gamals eyðibýlis, sem er í hálfhringlaga dalkvos í Reykjarfirði. Árið 1917 var Guðjón Jónsson, fyrsti íbúinn, skráður t…
Reykjarfjörður Nyrðri
Reykjarfjörður á milli Geirólfsgnúps og Þaralátursness er breiður og stuttur. Hann fór endanlega í eyði 1959 en húsunum, sem standa í tveimur þyrpingu…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )