Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Drangavík

Drangavík er sunnan Drangaskarða, milli Hrúteyjarness og Engjaness. Drangavíkurdalur teygist upp í hálendið og áin, sem er samnefnd víkinni, fellur niður í dalinn í fallegum fossi. Víða í árbökkunum sést forn rekaviður, sem og víðar á þessum slóðum. Ágætis silungsveiði er í ánni, mikill reki með ströndinni, dágott æðarvarp og selveiði.

Bærinn Drangavík fór í eyði árið 1947 en bæjarhúsin eru komin að hruni. Víða á Ströndum hafa hvítabirnir gengið á land. Árið 1932 lá við óhappi í slíku tilfelli í Drangavík, þar sem heimamenn áttu sér einskis ills von. Fólkið náði að forða sér í hús og Guðmundi Guðbrandssyni, bónda, tókst að skjóta dýrið.

Myndasafn

Í grend

Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )