Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Valgeirstaðir við Norðurfjörð

Valgeirsstaðir við Norðurfjörð á Ströndum er gamalt íbúðarhús í góðu ástandi. Það er við botn fjarðarins, rétt ofan við fallega sandfjöru. Húsið er hitað með rafmagni. Það er tvær hæðir. Á efri hæð eru 4 svefnherbergi, sem rúma allt að fjóra gesti. Á neðri hæð eru fjögur herbergi, sem rúma allt að 6 gesti. Þarna er einnig velbúið eldhús og borðstofa. Í eldhúsinu er heitt og kalt vatn, rafmagnseldavél með ofni, örbylgjuofn og allur borðbúnaður. Í húsinu er sturta og tvö salerni. Verzlun er í 10 mínútna göngufæri frá húsinu og sundlaug er við Krossnes. Skemmtilegar gönguferðir um stórbrotið umhverfið liggja á Töflu, Kálfatinda, Munaðarnesfjall og Krossnesfjall. Lengri gönguleið liggur til Ingólfsfjarðar í kringum Strút. Þarna er einnig gaman að fara í fjörugöngur og skoða Tröllahlaða og Bergið auk Gvendarsætis, þar sem Guðmundur biskup góði sat, þegar hann vígði Urðirnar í Norðurfirði.

Mikið tjón varð á húsi Ferða­fé­lags Ís­lands að Val­geirs­stöðum, fokið þak af við­byggingu við húsið og báru­járns­klæðning losnað af stórum hluta aðal­byggingarinnar 2019 allt er nú komið í fyrra horf.

Tjaldsvæðið við Valgeirsstaði á grónu túni við skála FÍ á Valgeirsstöðum í Norðurfirði.
Salernisaðstaða er í uppgerðu fjárhúsi við tjaldstæðið. Stórt kolagrill er á staðnum.
Rafmagn fyrir húsbíla, salernislosun fyrir húsbíla.

Sími frá 1. júlí til 31. ágúst: 451-4017.
GPS staðsetning: 66°03.080 21°33.970.
Heimild: Vefur FÍ.

Book Online

Mountain Hut Nordurfjordur Valgeirstadir 
20. June – 31. August.
Adult / Sleeping bag :Ikr.  8.000.00
Children 7-15 years : Ikr. (50.0%)

Camping Nordurfjordur Valgeirstadir 
Price Per person.
Ikr. 2500.-

 

 

Myndasafn

Í grennd

Norðurfjörður
Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og   yfirgefin. Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fá…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…
Strandir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )