Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Valgeirstaðir við Norðurfjörð

Valgeirsstaðir við Norðurfjörð á Ströndum er gamalt íbúðarhús í góðu ástandi. Það er við botn fjarðarins, rétt ofan við fallega sandfjöru. Húsið er hitað með rafmagni. Það er tvær hæðir. Á efri hæð eru 4 svefnherbergi, sem rúma allt að fjóra gesti. Á neðri hæð eru fjögur herbergi, sem rúma allt að 6 gesti. Þarna er einnig velbúið eldhús og borðstofa. Í eldhúsinu er heitt og kalt vatn, rafmagnseldavél með ofni, örbylgjuofn og allur borðbúnaður. Í húsinu er sturta og tvö salerni. Verzlun er í 10 mínútna göngufæri frá húsinu og sundlaug er við Krossnes. Skemmtilegar gönguferðir um stórbrotið umhverfið liggja á Töflu, Kálfatinda, Munaðarnesfjall og Krossnesfjall. Lengri gönguleið liggur til Ingólfsfjarðar í kringum Strút. Þarna er einnig gaman að fara í fjörugöngur og skoða Tröllahlaða og Bergið auk Gvendarsætis, þar sem Guðmundur biskup góði sat, þegar hann vígði Urðirnar í Norðurfirði.

Sími frá 1. júlí til 31. ágúst: 451-4017.
GPS staðsetning: 66°03.080 21°33.970.
Heimild: Vefur FÍ.

Myndasafn

Í grend

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )