Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Finnbogastaðir

Finnbogastaðir Ströndum
Mynd: Benedikt Jónsson 2014

Finnbogastaðir eru í Trékyllisvík.

Þeir eru kenndir við Finnboga ramma, sem sagður er hafa byggt sér  bæ  þar, þegar hann varð að flýja Norðurland vegna ásóknar óvina sinna (Finnbogasaga ramma). Sagt er, að hann hafi líka reist kirkju, sem síðar var flutt að Bæ og svo að Árnesi.

Skólahald hófst á Finnbogastöðum árið 1929. Núverandi skólahús er frá árinu 1933 og þar er nú heimasvistarskóli. Þarna var rekin landsímastöð frá 1939 og bréfhirðing frá 1947.

Finnbogastaðaskipið var notað til hákarlaveiða í Húnaflóa til 1916, líkt og Ófeigur, sem er til sýnis í Byggðasafninu að Reykjum, austan Hrútafjarðar. Þar eru líka stórir járnpottar og trésár frá Finnbogastöðum. Þeir voru notaðir til að bræða hákarlalifur og geymslu.

Rekin er gisting í skólahúsnæðinu á sumrin.

Myndasafn

Í grennd

Gjögur
Gjögur er fyrrum fræg veiðistöð við mynni Reykjarfjarðar, einkum vegna hákarlaveiði á síðustu öld. En fóru oft um 15 skip til hákalaveiða samtímis. N…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…
Trékyllisvík
Trékyllisvík í Árneshreppi er umkringd svipmiklum fjöllum með allmiklu og grösugu undirlendi. Nafngjafi víkurinnar er sagður vera skip, sem var smíðað…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )