Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kjaransvík

Kjaransvík

Kjaransvík, Hlöðuvík og Hælavík eru kallaðar Víkurnar. Þær eru á milli Kjalárnúps í Almenningum og Hælavíkurbjargs. Kjaransvík er vestust og milli hennar og Hlöðuvíkur er Álfsfell, sem hægt er að ganga fyrir í fjörunni. Vestan Kjaransvíkurár, við Álfsfell, má enn þá geina rústir Kjaransvíkurbæjarins. Kjalárnúpur austan víkurinnar steypist þverhníptur í sjó og neðan hans eru berggangarnir Langikambur og Teigarkambur. Skammt þaðan er eyðibýlið Teigarkambur.

 Gönguleiðir liggja upp á Kjalárnúp, til Fljótavíkur um Almenninga eða Þorleifsskarð, og um Kjaransvíkurskarð að Innri-Hesteyrarbrúnum og eftir þeim til Hesteyrar við Hesteyrarfjörð (vel merkt leið).

Myndasafn

Í grennd

Norðurfjörður
Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og   yfirgefin. Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fá…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )