Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grunnavík

Grunnavík

Grunnavík er yzt í Jökulfjörðum sunnanverðum milli Staðarhlíðar og Vébjarnarnúps. Efst er Staðarhlíð þverhnípt og skriðurunnin niður að sjó. Maríuhorn eru klettapýramítar í vestanverðri hlíðinni og norðan þeirra er ófæra, sem er klettur með tveimur götum í blágrýtisgangi. Hægt er að ganga um annað á fjöru en hitt er fært bátum á flóði. Staðardalurinn upp af Grunnavík er stuttur og grösugur á milli Geirsfjalls og Seljafjalls að botni Ytraskarðs á Snæfjallaströnd. Umgerð dalsins er allt 700 m hátt hamraþil.

Sturlunga segir frá bræðrunum Atla og Þormóði Hjálmarssonum frá Grunnavík, sem börðust með sonum Þorvalds í Vatnsfiðri við Sturlu Sighvatsson í Stakkgarði við Hundadal í Dölum. Talsverð byggð var í Grunnavík á fyrri öldum en óvíst er um upphaf hennar.

 Skilyrði til útgerðar voru ekki sem verst fyrir opna árabáta en snemma á 19. öldinni uxu sjávarþorpin vegna stækkandi báta, sem kröfðust betri hafnaraðstöðu, og fólkinu fækkaði stöðugt í frumstæðum verstöðvum. Árið 1962 fluttist síðasta fólkið brott úr Grunnuvík og skildi Jökulfirði eftir mannlausa. Þar standa nokkrir sumarbústaðir afkomenda fyrrum íbúa. Margir ganga gjarnan í stórgrýttri fjörunni fyrir Maríuhorn að Ófæru. Staðareyrar er láglendisræma á leiðinni með rústum verbúða og sunnan kirkjunnar á Stað er leið frá Grunnuvík til Höfðastrandar (Sveitarinnar) og í Leirufjörð, þar sem voru byggðir fyrrum. Frá eyðibýlinu Nesi í hlíðum Snæfjallaheiðar er leið að Djúpi.

Ekki er vitað hvenær byggð hófst í Grunnavík en þar var áður þéttbýlt. Víkin er vel gróin og skilyrði til útræðis þokkaleg. Eftir aldamótin 1900 þegar aðstæður breyttust og sjávarþorpin fóru vaxandi tók fólkinu að fækka. Í dag standa í víkinni rústir eyðibýla sem bera vitni um horfna tíma. Síðustu íbúarnir fluttust burt árið 1962 og þar með lagðist niður síðasta byggðin á Jökulfjörðum. Afkomendur Grunnvíkinga hafa nokkrir byggt sér bústaði og gæða víkina lífi með dvöl sinni á sumrin.

Myndasafn

Í grennd

Furufjörður
Furufjörður er stuttur og breiður fyrir opnu hafi á mörkum Stranda og Hornstranda. Vesturströnd hans   er innan Hornstrandsfriðlands og fjallið Ernir …
Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )