Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grænahlíð

Grænahlíð

Grænahlíð er við norðanvert mynni Ísafjarðardjúps. Hún nær frá Ritaskörðum, sem skilja hana og Rit að, að Sléttu í Jökulfjörðum. Þetta er sæbrött hamrahlíð (200-473m) með nokkrum grónum blettum, sem voru tilefni nafngiftarinnar. Blágrýtislögin í henni eru tiltölulega lárétt og þar hefur fundizt surtarbrandur.

Sagt er, að í steindrangnum Darra í Ritaskörðum búi hollvættur, sem heldur verndarvæng yfir sæfarendum, sem er við hæfi, því að skip leita gjarnan vars undir Grænuhlíð í vondum veðrum og margir sjómenn kölluðu þetta var „Hótel Grænuhlíð“.
Hinn 26. janúar 1956 fórst togarinn Egill rauði frá Neskaupsstað undir Grænuhlíð og með honum 5 menn. Hátt á annað hundrað manns var við björgunarstörf og tókst að bjarga 29 manns.

Myndasafn

Í grennd

Ísafjarðardjúp
Þessi stóri og marggreindi fjörður er nefndur Djúpið í daglegu tali. Hann er um 20 km breiður milli  Stigahlíðar og Grænuhlíðar, en er innar dregur, m…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )