Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ísafjarðardjúp

Þessi stóri og marggreindi fjörður er nefndur Djúpið í daglegu tali. Hann er um 20 km breiður milli  Stigahlíðar og Grænuhlíðar, en er innar dregur, milli Óshlíðar og Vébjarnarnúps, um 11 km og heldur þeirri breidd inn um Ögurnes. Þar þrengist Djúpið en er þó um 7-9 km breitt inn um Vatnsfjarðarnes, þar sem það greinist í Mjóafjörð og Ísafjörð. Bein lína úr mynni Djúpsins og inn að Borgareyju í Vatnsfjarðarsveit, sem er hin þriðja eyja á Djúpinu en óbyggð, er fullir 53 km.

Við Ísafjarðardjúp er öll byggð í Norður-Ísafjarðarsýslu eftir að búseta lagðist niður í Hornbjargsvita, en Jökulfirðir, mikill fjarðaklasi, sem gengur norður og austur úr utanverðu Djúpinu, eru óbyggðir. Þar var síðast búið í Grunnavík en byggðin þar fór í eyði 1962. Norðan og innan Djúpsins eru tvö fámenn byggðarlög, Snæfjallaströnd og Langadalsströnd.

Er öll utanverð Snæfjallaströnd í eyði en á Langadalsströnd, í Nauteyrarhreppi, eru mörg eyðibýli. Við Álftafjörð er allstórt þorp í Súðavík (snjóflóð 1994). Þaðan er farið um fyrstu jarðgöng, sem gerð voru hér á landi, á Arnarnesi, til Ísafjarðarkaupstaðar, en þar og í Bolungarvík býr allur þorri fólks við Djúp.

Myndasafn

Í grennd

Álftafjörður við Súðavík
Álftafjörður gengur suður úr Djúpi. Hann er um 12 km langur og 1½-2 km breiður og næstytztur fjarða  sunnan Djúps. Tveir stuttir dalir ganga inn úr f…
Æðey
Æðey er stærst fjögurra eyja á Ísafjarðardjúpi skammt undan Snæfjallaströnd í stefnu frá Ögri á   Mýrarfjall. Æðey er 2,2 km löng og um 0,8 km breið. …
Blævardalsárvirkjun
Blævardalsárvirkjun er næstminnsta vatnsvél Orkubús Vestfjarða sem nú er í rekstri. Virkjunin er   hlekkur í rafmagnsframleiðslu í Ísafjarðardjúpi og …
Bolungarvík
Bolungarvík er kaupstaður við utanvert Ísafjarðardjúp og tengist Ísafirði með Óshlíðarvegi, sem þótti mikil framkvæmd um miðja öldina. Útræði hefur ve…
Drangajökull
Drangajökull er nyrstur, hinn fimmti stærsti jökla landsins og u.þ.b. 200 km² að flatarmáli. Skriðjöklar   hans falla m.a. til Kaldalóns, norður á Hor…
Galdrar, galdrabrennur á Vestfjörðum og Ströndum
Galdrabrennur á Vestfjörðum og Ströndum Þórður Guðbrandsson 1654. Veikindi og óáran fóru að gera vart við sig í Trékyllisvík árið 1652, einkum meðal …
Grænahlíð
Grænahlíð er við norðanvert mynni Ísafjarðardjúps. Hún nær frá Ritaskörðum, sem skilja hana og Rit að, að Sléttu í Jökulfjörðum. Þetta er sæbrött hamr…
Heydalur
Heydalur við Mjóafjörð var vinsæll áningarstaður þeirra, sem eiga leið um Djúpið. Umhverfið skartar mikilli náttúrufegurð og er fjölsótt af ferðamönnu…
Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Kaldalón
Kaldalón er u.þ.b. 5 km langur fjörður inn úr norðanverðu Ísafjarðardjúpi í átt að Drangajökli. Inn af honum er nokkuð undirlendi með jökulöldum og ru…
Nauteyrarkirkja
Nauteyrarkirkja er í Vatnsfjarðarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Kirkjan var reist árið 1885, þegar var flutt til Nauteyrar frá Kirkjubóli í Lan…
Ögur
Bær og kirkjustaður í Ögurvík, milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar við Ísafjarðardjúp. Ögur er stórbýli. þar  var höfðingjasetur að fornu en mestur var…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Súðavík
Súðavíkurhreppur er nokkurs konar smækkuð mynd Vestfjarða, þar sem hver fjörður og nes hefur sitt séryfirbragð og náttúrunnendur geta valið úr fjölmör…
Unaðsdalur
Í Unaðsdal í Snæfjallahreppi er talið að hafi staðið bænhús fyrrum, en kirkjan á Stað var flutt að  Unaðsdal árið 1867. Var  það ákveðið árið 1865 þe…
Vigur
Vigur er næststærsta eyjan í Ísafjarðardjúpi. Hún er fyrir mynni Skötufjarðar og Hestfjarðar, um 2 km á  lengd og tæpir 400 m á breidd. Í Vigur er eit…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )