Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Nauteyrarkirkja

Nauteyrarkirkja er í Vatnsfjarðarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Kirkjan var reist árið 1885, þegar var flutt til Nauteyrar frá Kirkjubóli í Langadal, þar sem hún hafði staðið öldum saman.

Á Kirkjubóli er enn þá grafreitur. Kirkjusmiður var Jón Halldórsson á Laugabóli. Kirkjan er úr timbri, bárujárnsklædd. Hún er veglegt hús og tekur hátt á annað hundrað manns í sæti. Setloft er í henni.

Af merkum gripum hennar má nefna fornan kaleik frá 1750, gerðan af Sigurði Þorsteinssyni, silfursmiði í Kaupmannahöfn. Vegna þunns jarðvegs á Nauteyri eru grafir grunnar og leiðin há.

Myndasafn

Í grennd

Ísafjarðardjúp
Þessi stóri og marggreindi fjörður er nefndur Djúpið í daglegu tali. Hann er um 20 km breiður milli  Stigahlíðar og Grænuhlíðar, en er innar dregur, m…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )