Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Nauteyrarkirkja

Nauteyrarkirkja er í Vatnsfjarðarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Kirkjan var reist árið 1885, þegar  var flutt til Nauteyrar frá Kirkjubóli í Langadal, þar sem hún hafði staðið öldum saman.

Á Kirkjubóli er enn þá grafreitur. Kirkjusmiður var Jón Halldórsson á Laugabóli. Kirkjan er úr timbri, bárujárnsklædd. Hún er veglegt hús og tekur hátt á annað hundrað manns í sæti. Setloft er í henni.

Af merkum gripum hennar má nefna fornan kaleik frá 1750, gerðan af Sigurði Þorsteinssyni, silfursmiði í Kaupmannahöfn. Vegna þunns jarðvegs á Nauteyri eru grafir grunnar og leiðin há.

Myndasafn

Í grend

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )