Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Álftafjörður við Súðavík

Álftafjörður gengur suður úr Djúpi. Hann er um 12 km langur og 1½-2 km breiður og næstytztur fjarða  sunnan Djúps. Tveir stuttir dalir ganga inn úr fjarðarbot ninum, Seljalandsdalur og Hattardalur.

Álftafjörður er einkum kunnur fyrir fjörugt athafnalíf, sem Norðmenn stóðu fyrir á síðustu áratugum 19. aldar og framan af hinni 20. Þeir höfðu þrjár bækistöðvar í Álftafirði, eina á Langeyri við Súðavík, aðra á Dverga- steinseyri og hina þriðju á Hattareyri. Voru þetta ýmist hval- eða síldarstöðvar, sem sköpuðu fjölbýli og fjörugt athafnalíf við fjörðinn á meðan þær voru starfræktar.

Mynd: Súðavík

Það er líka Alftafjördur á Austurlandi og Vesturlandi

Myndasafn

Í grennd

Ísafjarðardjúp
Þessi stóri og marggreindi fjörður er nefndur Djúpið í daglegu tali. Hann er um 20 km breiður milli  Stigahlíðar og Grænuhlíðar, en er innar dregur, m…
Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Súðavík
Súðavíkurhreppur er nokkurs konar smækkuð mynd Vestfjarða, þar sem hver fjörður og nes hefur sitt séryfirbragð og náttúrunnendur geta valið úr fjölmör…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )