Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kaldalón

Kaldalón er u.þ.b. 5 km langur fjörður inn úr norðanverðu Ísafjarðardjúpi í átt að Drangajökli. Inn af honum er nokkuð undirlendi með jökulöldum og ruðningi og talsverðum grasgróðri. Áin Mórilla fellur undan skriðjöklinum og smáfyllir fjörðinn með framburði. Bærinn Lónhóll er sagður hafa sópast brott í jökulhlaupi á 18. öld. Annars bæjar er getið í Kaldalóni, Trimbilsstaða, en engin merki hafa fundizt um hann.

Náttúrufegurð er við brugðið í Kaldalóni. Vegur, sem endar við Tyrðilmýri, yzta byggt ból á Snæfjallaströnd, liggur um brú yfir Mórillu. Vegalengdin milli Tyrðilmýrar og Ísafjarðar landleiðina er u.þ.b. 220 km.

Bærinn Ármúli er næstur innan við Kaldalón. Þar bjó um tíma héraðslæknirinn og tónskáldið Sigvaldi Kaldalóns. Kaldalónsnafnið tók hann upp vegna þess, hve hrifinn hann var af fegurð náttúrunnar á þessum slóðum.

Myndasafn

Í grennd

Drangajökull
Drangajökull er nyrstur, hinn fimmti stærsti jökla landsins og u.þ.b. 200 km² að flatarmáli. Skriðjöklar   hans falla m.a. til Kaldalóns, norður á Hor…
Ísafjarðardjúp
Þessi stóri og marggreindi fjörður er nefndur Djúpið í daglegu tali. Hann er um 20 km breiður milli  Stigahlíðar og Grænuhlíðar, en er innar dregur, m…
Melgraseyrarkirkja
Melgraseyrarkirkja er í Vatnsfjarðarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Melgraseyri er bær og  á utanverðri Langadalsströnd. Þar er útkirkja frá Vat…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )