Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Drangajökull

Drangjökull

Drangajökull er nyrstur, hinn fimmti stærsti jökla landsins og u.þ.b. 200 km² að flatarmáli. Skriðjöklar   hans falla m.a. til Kaldalóns, norður á Hornstrandir og niður í Leirufjörð í Jökulfjörðum. Hæsti hluti hans er Jökulbunga (925m). Hljóðabunga (825m) og Hrolleifsborg (851m) eru þekkt kennileiti á jöklinum en um hann lágu alfaraleiðir, þegar Hornstrandir voru í byggð og Norðurstrandamenn áttu þar líka leið um forðum daga. Margir leggja leið sína um þessar slóðir í gönguferðum um Hornstrandir nú á dögum. Drangajökull teygist næstum eins nálægt sjávarmáli og Vatnajökull, en hann hopaði mjög á 20. öldinni. Heimamenn við Djúp segja hann hafa bætt við sig frá lokum 20. aldar og geri það enn í byrjun hinnar 21. Enginn annar íslenzkur jökull gerði það á sama tíma þegar þetta var ritað.
Fljótt skipast veður í lofti !!!
Drangajökull 2023, Lítið er orðið eftir af skriðjöklum Drangajökuls, til að mynda í Kaldalóni, og fannir í kringum jökulinn hafa rýrnað mikið. Þetta sýna nýjar gervitunglamyndir. Dósent í jarðvísindum segir alltaf vera breytileika á milli ára en haldi þróun áfram eins og spár geri ráð fyrir, geti jökullinn minnkað mjög mikið á næstu 30 árum.

Myndasafn

Í grennd

Jöklar
Jöklar Íslands Jöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta ástæðan er sú…
Kaldalón
Kaldalón er u.þ.b. 5 km langur fjörður inn úr norðanverðu Ísafjarðardjúpi í átt að Drangajökli. Inn af honum er nokkuð undirlendi með jökulöldum og ru…
Norðurfjörður
Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og   yfirgefin. Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fá…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )