Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Æðey

Vestfirðri kort

Æðey er stærst fjögurra eyja á Ísafjarðardjúpi skammt undan Snæfjallaströnd í stefnu frá Ögri á   Mýrarfjall. Æðey er 2,2 km löng og um 0,8 km breið. Hún hefur verið byggð um aldir og er á henni eitt býli. Eyjan er láglend (hæst 34m), mjög hólótt, þýfð og mýrlend, algróin og ágætlega grasgefin. Fuglalíf er mikið og mikil dúntekja af æðarvarpi. Gróðurlýsing hennar ver gefin út árið 1942. Eyjunni og einkum gróðri hennar er lýst í greinum Vísindafélags Íslendinga. Þá hefur erlendur fuglafræðingur rannsakað fuglalífið í eyjunni ítarlega og kvikmynd hefur verið gerð um það.

Mestur atburður og söguríkastur í Æðey var, er Spánverjar voru vegnir þar að nóttu til árið 1615. Spánverjarnir, sem voru raunar Baskar, höfðu stundað hvalveiðar við landið þá um sumarið en urðu skipreka á Ströndum. Þeir komust vestur í Djúp og tóku sér bólfestu í Æðey. Aðrir náðu alla leið vestur til Dýrafjarðar en voru drepnir þar. Þegar fréttist, að Spánverjar hefðu tekið sér setu í Æðey, safnaði sýslumaður Ísfirðinga, Ari Magnússon í Ögri, að sér miklu liði og fór á skipum út í eyju. þar voru aðeins 5 fyrir en hinir höfðu farið út á Sandeyri á Snæfjallaströnd til að skera hval, sem hafði rekið á land. Spánverjarnir í Æðey voru allir drepnir, flettir klæðum og líkunum varpað í sjóinn.

Síðan var haldið til Sandeyrar, þar sem allir hinir voru drepnir. Þessi víg mæltust misjafnlega fyrir en Ari hélt mikla sigurhátíð með liði sínu eftir þessa landhreinsun, sem hann þóttist hafa gert. Á fyrri tíð var kirkja í Æðey, líklega fjórðungskirkja, sem síðast var bænhús. Eyjan er í Unaðsdalssókn, áður Snæfjallasókn, og var kirkjunni þjónað frá Snæfjöllum. Lengi ráðskuðust auðbændur í Vatnsfirði með eyjuna og var hún á tímabili í eigu þeirra, stundum kölluð eign Vatnsfjarðarstaðar í heimildum.

Auk venjulegra tolla af góðjörðum (mikið og gott beitiland á Æðey) var slægzt eftri fugli og dúni. Mun dúntekja hafa verið mikil, þótt sveiflur yrðu eins og það sýnir, að Þorvaldur Thoroddsen skýrir frá því, að um aldamótin 1800 hafi aðeins fengizt eitt kg af dúni í Æðey og segir hann, að svo mikið varp muni ekki vera í nokkurri annarri eyju við Íslandsstrendur.

Á síðari hluta 18. aldar komst Æðey, að minnsta kosti að hluta, í eigu Jóns Arnórssonar (1740-1796) sýslumanns í Reykjarfirði í Vatnsfjarðarsveit. Árni sonur hans bjó í Æðey og afkomendur hans jafnan síðan, nú Jónas og Guðjón Helgasynir, sem eru komnir af Árna í 5. lið.

Í Æðey er góð lending og heimavör en auk þess bryggja og viðkomustaður Djúpbátsins. Þar er stórt og glæsilegt timburgús frá fyrri öld og miklar byggingar aðrar. Landsýn er víð og margbreytileg til allra átta.

 

Myndasafn

Í grennd

Ísafjarðardjúp
Þessi stóri og marggreindi fjörður er nefndur Djúpið í daglegu tali. Hann er um 20 km breiður milli  Stigahlíðar og Grænuhlíðar, en er innar dregur, m…
Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Ögur
Bær og kirkjustaður í Ögurvík, milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar við Ísafjarðardjúp. Ögur er stórbýli. þar  var höfðingjasetur að fornu en mestur var…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Vigur
Vigur er næststærsta eyjan í Ísafjarðardjúpi. Hún er fyrir mynni Skötufjarðar og Hestfjarðar, um 2 km á  lengd og tæpir 400 m á breidd. Í Vigur er eit…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )