Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Unaðsdalur

Í Unaðsdal í Snæfjallahreppi er talið að hafi staðið bænhús fyrrum, en kirkjan á Stað var flutt að  Unaðsdal árið 1867. Var  það ákveðið árið 1865 þegar síðasti Staðarpresturinn, séra Hjalti Þorláksson, lét af embætti. Kirkjan var helguð Guði, Maríu guðsmóður og Pétri postula í kaþólskum sið. Frá 1880 var kirkjan útkirkja frá Kirkjubólsþingum en frá 1928 frá Vatnsfirði. Þegar flest var, upp úr aldamótum, voru liðlega 350 manns á sálnaregistri í Unaðsdalssókn, en lítið útgerðarþorp hafði þá myndast að Stað. Gamla kirkjan er nú horfin, en móta sést fyrir hinu forna kirkjustæði og hringlaga garði. Núverandi kirkja í Unaðsdal var byggð árið 1897.

Meðal góðra gripa kirkjunnar er forn koparhjálmur, altaristafla eftir Anker Lund, máluð 1899, er sýnir Krist lækna Bartimeus blinda og í kórnum er stórt útskorið krossmark, gert af Guðmundi Pálssyni bíldhöggvara (d. 1888). Kirkjan á einnig gamla ljósahjálma og altarisstjaka og tvær stórar klukkur í turni, önnur þeirra er með ártalinu 1791.

Myndasafn

Í grennd

Grænahlíð
Grænahlíð er við norðanvert mynni Ísafjarðardjúps. Hún nær frá Ritaskörðum, sem skilja hana og Rit að, að Sléttu í Jökulfjörðum. Þetta er sæbrött hamr…
Jökulfirðir
Austur úr Ísafjarðardjúpi utarlega, milli Bjarnarnúps og Grænuhlíðar, gengur flói eða breiður fjörður, nokkrir firðir kvíslast frá til norðurs, austu…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Unaðsdalskirkja
Unaðsdalskirkja er í Vatnsfjarðarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Unaðsdalur er eyðibýli og  kirkjustaður, næstyztur bæja á Snæfjallaströnd. Fyr…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )