Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Jökulfirðir

Austur úr Ísafjarðardjúpi utarlega, milli Bjarnarnúps og Grænuhlíðar, gengur flói eða breiður fjörður, nokkrir firðir kvíslast frá til norðurs, austurs og suðurs og heita allir einu nafni, Jökulfirðir. Byggð var fyrrum um alla Jökulfirði en þó strjálbýlt nema í Grunnavík og á Hesteyri. Jökulfjörðum tilheyra Grunnavík, Leirufjörður, Hrafnfjörður, Lónafjörður, Veiðileysufjörður og Hesteyrarfjörður.
Síðasta byggð lagðist af í Jökulfjörðum á sjöunda áratugi 20. aldar. Allmörgum húsum er haldið við, aðallega á Hesteyri, í Grunnavík og Leirufirði og eru þau notuð sem sumarhús. Skipbrotsmannaskýli eru á Sléttu og í Hrafnfjarðarbotni.

Hrafnfjarðareyri er sunnan Hrafnfjarðar, sem er austastur Jökulfjarða. Þar bjó Halla Jónsdóttir, þá ung ekkja, um miðja 18. öld. Eyvindur Jónsson (Fjalla-Eyvindur) settist að hjá henni. Þau lögðust út á fjöll um 1760 og voru þar á flækingi næstu 15-20 árin. Þau dvöldu síðustu æviárin að Hrafnfjarðareyri og þar er steinn í túnfætinum með nafni Eyvindar áhöggnu. Þar mun hann grafinn.

Veiðileysufjörður er næstvestastur Jökulfjarða, milli Kvíafjalls og Lásfjalls, 8 km langur og 2 km breiður. Afarlítið undirlendi, en kvistlent og grösugt. Þrjú eyðibýli frá upphafi 20. aldar, Steig að austan, Marðareyri og Steinólfsstaðir að vestan. Karlsstaðir og Gjálfurárdalur voru í eyði 1710. Fjallið Tafla er fyrir fjarðarbotni. Greiðfær gönguleið um Hafnarskarð (519m) milli hennar og Lárhorns í Hornvík. Þá er gengið frá Steinólfsstöðum um Hlöðuvíkurskarð (472m).

Myndasafn

Í grennd

Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…
Strandir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…
Vestfirðir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Reykhólum til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðis er sérstaklega getið að neðan. Vestfirðir eru ti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )