Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Unaðsdalskirkja

Unaðsdalskirkja er í Vatnsfjarðarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Unaðsdalur er eyðibýli og  kirkjustaður, næstyztur bæja á Snæfjallaströnd.

Fyrrum mun hafa verið bænhús með kirkjugarði í Unaðsdal og kirkjuvegur langur út að Snæfjöllum, yzta bæ á Snæfjallaströnd. Þaðan var kirkjan flutt í Unaðsdal 1867 og sóknin var lögð til Kirkjubólþinga með lögum árið 1880 og þjónað þaðan til 1908. Þá tók Vigurprestur við í 10 ár unz Staðarprestur í Grunnavík bætti öðrum 10 við.

Eftir 1928 hefur Unaðsdalskirkja verið útkirkja frá Vatnsfirði, eins og lögin frá 1907 kváðu á um. Um aldamótin 1900 voru 350 manns skráðir í sókninni en aðeins 150 árið 1907. Kirkjan, sem nú stendur í Unaðsdal, var byggð 1897. Hún er úr timbri með lofti og turni og stendur á sléttri eyri við ósa Dalsár. Fyrri kirkja stóð á gamla bænhússgrunninum í kirkjugarði allmiklu ofar og neðst í túni.

Forn koparhjálmur úr Snæfjallakirkju er meðal góðra gripa og einnig altaristafla eftir Anker Lund (Kristur að lækna Bartimeus blinda) og Guðmundur „bíldur” Pálsson (†1888) skar út stóra krossinn vinstra megin í kórnum. Kirkjan á einnig gamla ljósahjálma og altarisstjaka og tvær stórar klukkur í turni, önnur þeirra frá 1791.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Vestfjörðum og Ströndum
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Álftamýrarkirkja Bíldudalskirkja Breiðavik Breiðavíkurkirkja Breiðuvíkurkirkja …
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Unaðsdalur
Í Unaðsdal í Snæfjallahreppi er talið að hafi staðið bænhús fyrrum, en kirkjan á Stað var flutt að  Unaðsdal árið 1867. Var  það ákveðið árið 1865 þe…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )