Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hlöðuvík

Tófa Hornströndum

Á milli Kjalárnúps í Almenningum vestari og Hælavíkurbjargs liggja þrjár víkur, Kjaransvík, Hlöðuvík og Hælavík. Þær eru kallaðar einu nafni Víkurnar.
skilur á milli Hlöðuvíkur og Hælavíkur og var áður fyrr hinn versti farartálmi. Fram af bjarginu gengur berggangur í sjó fram og er því einungis fært þar fyrir á stórstraumsfjöru. Inn af Hlöðuvík gengur dálítið dalverpi inn í landið, umkringt af snarbröttum fjöllum. Að austan stendur Skálakambur og þar undir var býlið Búðir. Ókennilegur draugur gengur þar um að nóttu til og heldur fólki vöku með því að lemja í olíutunnur eða eitthvað þvílíkt.

Landleiðin frá Hlöðuvík til Hælavíkur liggur um snarbrattan Skálakambinn, sem vel getur verið brattasta alfaraleið sem farin var milli bæja á Íslandi. Greinileg og góð gata liggur upp Skálakamb sem virðist ekki árennilegur úr fjarlægð og í Skálinni er tjörn sem lækur fellur úr niður brekkuna. Þegar komið er að bjargbrúninni þarf að klífa ofurlitla kletta, en það ætti ekki að vera neinum ofraun. Geysilega mikið og gott útsýni er ofan af brúninni yfir Víkurnar.

Að vestanverðu í Hlöðuvík er Álfsfell. Þar er álfabyggð og þar bjó álfkonan Ásdís sem létti Hlöðuvíkurbúum róðurinn með því að bjarga mannfólkinu um mat og segja til um afla. Gekk hún jafnvel svo langt að taka tvö mannabörn í fóstur. Í dalbotninum er skeifulaga fjallgarður kenndur við Jökuldali.

Undir Álfsfelli stóð bærinn Hlöðuvík þar sem í dag má sjá sóleyjar þar sem áður voru grösug tún. Draugurinn Indriði heldur sig á þessu svæði. Gönguleið er frá Hlöðuvík um Hlöðuvíkurskarð yfir í Veiðileysufjörð í Jökulfjörðum.

Myndasafn

Í grennd

Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Norðurfjörður
Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og   yfirgefin. Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fá…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )