Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skjaldarbjarnarvík

Skjaldbjarnarvík

Skjaldarbjarnarvík er nyrzta býli Strandasýslu. Landamerki jarðarinnar eru hin sömu og milli Standasýslu og N.-Ísafjarðarsýslu við Geirólfsgnúp að norðan. Syðri mörk jarðarinnar eru um Bjarnarfjarðará nyrðri. Bærinn stóð undir Geirólfsnúpi við grunna Skjaldarvíkina. Bærinn fór í eyði 1947 og húsin eru fallin. Sunnudalur er sunnan Skjaldarvíkur og fjallið Rönd er milli hans og Bjarnarfjarðar.

Holtaþyrpingin Þúfur er á nesi, sem gengur fram úr Rönd og þar er sagt að landnámsmaðurinn Skjaldar-Björn sé heygður í einum haug, hundurinn hans í öðrum og skip hans prýtt skjöldum í hinum þriðja.

Skaufasel er undirlendisreitur gegnt Meyjarseli í landi Dranga. Líklega var þar bær fyrir langa löngu áður en þar varð sel og beitarhús. Tveir töfrasteinar frá Skjaldarbjarnarvík hafa varðveitzt, lausnarsteinn og óskasteinn. Strandamaðurinn Jón lærði (17. öld) nefndi þá hagleiksber og taldi þá búa yfir guðlegum krafti. Skipasmiðurinn, bóndinn í Skjaldarbjarnarvík og heljarmennið Hallvarður var sonur Halls (1723?-1799) galdramanns. Hallvarður þótti forn í skapi, einrænn og vinafastur.

Skjaldarbjarnarvík er talsvert breið og allgraslend. Eyvindarhilla er í Geirólfsgnúp austanverðum með merkjum um grjótbyrgi. Þar hafðist Fjalla-Eyvindur líklega við um tíma undir verndarvæng bóndans (líklega Hallvarðar).

Myndasafn

Í grennd

Norðurfjörður
Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og   yfirgefin. Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fá…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…
Strandasýsla
Strandasýsla liggur að vestanverðum Húnaflóa, nær frá Geirólfsgnúpi að norðan að Hrútafjarðará og Holtavörðuheiði að sunnan. Sýslan er 2630 km². Strön…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )