Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Straumnes

Straumsnes Hornströndum

Straumnes er á milli Aðalvíkur og Rekavíkur. Fjallið á nesinu heitir ýmsum nöfnum líkt og Esjan. Upp af Aðalvík heitir það Látrafjall og frá Kví gengur Straumneshlíð brött í sjó fram. Straumnesfjall er inn af henni, en venjulega er það nafn látið duga fyrir allt fjallið. Nesoddinn er strógrýtisurð, þar sem elzti Goðafossinn strandaði 1916. Viti var byggður þar árið 1921.

 Fjallið Skorar er austan Straumnesdal Rekavíkurmegin, þar sem Bandaríkjamenn byggðu stóra radarstöð 1954-56. Þá var gerður flugvöllur á söndunum innan við Látra í Aðalvík og vegur upp fjallið. Stöðin starfaði einugis í 10 ár.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Aðalvík á Hornströndum
Aðalvík er á Hornströndum, næst norðan við Ísafjarðardjúp, milli Rits og Straumness. Hún er 6-7 km breið en lítið eitt lengri. Fjöllin á báða bóga eru…
Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )