Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Súgandafjörður

Súgandafjörður gengur inn milli Galtar og Sauðaness. Hann er nyrzti fjörður V-Ísafjarðarsýslu og þeirra   minnstur, um 13 km langur og um 4 km breiður í mynni. Súgandafjörður er fremur grunnur, einkum innan við kauptúnið Suðureyri. Allhá fjöll eru með firðinum og hlíðar brattar. Þó eru þær víða grónar og skógur allmikill í norðurhlíðum. Undirlendi er lítið nema Botnsdalur inn af fjarðarbotninum. Snjóflóðahætta er mikil Jarðhiti er í svokallaðri Lásvík og hjá Laugum en þaðan hefur verið lögð hitaveita til Suðureyrar.

Inni af botni Súgandafjarðar liggur vegur yfir Botnsheiði til Ísafjarðar, um 500 m.y.s. Hann er sjaldnast fær á veturna. Árið 1995 voru opnuð til umferðar jarðgöng, sem tengja Flateyri, Suðureyri og Ísafjörð, þannig að nú er hægt að tryggja vetrarsamgöngur milli þessara staða. Surtarbrandslög hafa fundizt að Botni í Súgandafirði og hafa verið unnin kol úr þeim oftar en einu sinni svo vitað sé, síðast á árunum 1940-1942. Sundlaug með volgu laugavatni hefur verið gerð fyrir innan Suðureyrarkauptún. Hún var fyrst notuð árið 1933 og kennt í henni á hverju ári síðan. Uppsprettan er 40°C

Myndasafn

Í grend

Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Suðureyri
Suðureyri við Súgandafjörð er vinalegt kauptún á sandeyri undir fjallinu Spilli við sunnanverðan fjörðinn. Við fjörðinn norðanverðan (Norðureyri) nær …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )