Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Súgandafjörður

Súgandafjörður gengur inn milli Galtar og Sauðaness. Hann er nyrzti fjörður V-Ísafjarðarsýslu og þeirra   minnstur, um 13 km langur og um 4 km breiður í mynni. Súgandafjörður er fremur grunnur, einkum innan við kauptúnið Suðureyri. Allhá fjöll eru með firðinum og hlíðar brattar. Þó eru þær víða grónar og skógur allmikill í norðurhlíðum. Undirlendi er lítið nema Botnsdalur inn af fjarðarbotninum. Snjóflóðahætta er mikil Jarðhiti er í svokallaðri Lásvík og hjá Laugum en þaðan hefur verið lögð hitaveita til Suðureyrar.

Inni af botni Súgandafjarðar liggur vegur yfir Botnsheiði til Ísafjarðar, um 500 m.y.s. Hann er sjaldnast fær á veturna. Árið 1995 voru opnuð til umferðar jarðgöng, sem tengja Flateyri, Suðureyri og Ísafjörð, þannig að nú er hægt að tryggja vetrarsamgöngur milli þessara staða. Surtarbrandslög hafa fundizt að Botni í Súgandafirði og hafa verið unnin kol úr þeim oftar en einu sinni svo vitað sé, síðast á árunum 1940-1942. Sundlaug með volgu laugavatni hefur verið gerð fyrir innan Suðureyrarkauptún. Hún var fyrst notuð árið 1933 og kennt í henni á hverju ári síðan. Uppsprettan er 40°C

Myndasafn

Í grennd

Galtarviti
Galtarviti stendur í Keflavík sem er lítil vík milli Súgandafjarðar og Skálavíkur. Víkin snýr mót opnu hafi  eru siglingar skipa tíðar fram hjá vitanu…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Suðureyri
Suðureyri við Súgandafjörð er vinalegt kauptún á sandeyri undir fjallinu Spilli við sunnanverðan fjörðinn. Við fjörðinn norðanverðan (Norðureyri) nær …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )