Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Suðureyri

Suðureyri

Suðureyri við Súgandafjörð er vinalegt kauptún á sandeyri undir fjallinu Spilli við sunnanverðan fjörðinn. Við fjörðinn norðanverðan (Norðureyri) nær trjágróður og annar gróður hátt upp í fjallshlíðarnar.

Útgerð og fiskvinnsla eru uppistaða atvinnulífs, en þjónusta við gesti og gangandi eykst og er um margt að velja, hvort sem er fyrir náttúruskoðendur eða veiðiáhugafólk. Eins og á Flateyri má eyða mörgum dögum á Suðureyri og nágrenni til gönguferða og skoðunarferða almennt.

Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyri, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja og eigandi nat.is

 

Myndasafn

Í grennd

Galtarviti
Galtarviti stendur í Keflavík sem er lítil vík milli Súgandafjarðar og Skálavíkur. Víkin snýr mót opnu hafi  eru siglingar skipa tíðar fram hjá vitanu…
Skálavík
Skálavík var vestust byggð í N-Ís. vestan Ísafjarðarkaupstaðar. Víkin er stutt og breið fyrir opnu hafi. Þar  er því brimasamt og lending óhæg. Stuttu…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Suðureyrarkirkja
Talið er, að fyrrum hafi verið Bænhús í Vatnsdal og á Suðureyri. Suðureyrarkirkja er í Staðarprestakalli í  . Prestssetrið á Stað í Súgandafirði var f…
Súgandafjörður
Súgandafjörður gengur inn milli Galtar og Sauðaness. Hann er nyrzti fjörður V-Ísafjarðarsýslu og þeirra   minnstur, um 13 km langur og um 4 km breiður…
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum …
Vestfirðir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Reykhólum til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðis er sérstaklega getið að neðan. Vestfirðir eru ti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )