Suðureyri við Súgandafjörð er vinalegt kauptún á sandeyri undir fjallinu Spilli við sunnanverðan fjörðinn. Við fjörðinn norðanverðan (Norðureyri) nær trjágróður og annar gróður hátt upp í fjallshlíðarnar.
Útgerð og fiskvinnsla eru uppistaða atvinnulífs, en þjónusta við gesti og gangandi eykst og er um margt að velja, hvort sem er fyrir náttúruskoðendur eða veiðiáhugafólk. Eins og á Flateyri má eyða mörgum dögum á Suðureyri og nágrenni til gönguferða og skoðunarferða almennt.
Vegalengdin frá Reykjavík er 501 km um Hvalfjarðargöng.