Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Flateyri

Flateyri

Flateyri hefur verið verslunarstaður frá 1792 og rak Hans Ellefsen hvalveiðistöð þar um 12 ára skeið. Hvalveiðistöðin brann árið 1901 og í kjölfar þess gaf Ellefsen Hannesi Hafstein ráðherra íbúðarhús sitt að Sólbakka. Húsið, sem er hið reisulegasta, lét Hannes flytja til Reykjavíkur og er það nú ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu. Snjóflóð féll á Flateyri í október 1995 tuttugu fórust og mikið eigantjón varð. Mikil endurbygging hefur síðan átt sér stað og flóðagarðar voru reistir.

Sjávarútvegur og fiskvinnsla hafa verið megin uppistaða atvinnulífs á Flateyri, en þjónusta við ferðamenn er í örum vexti og stendur margt til boða. Mörgum dögum má eyða við að skoða náttúruna við Flateyri og þar í nágrenninu eru elztu jarðlög landsins.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 480 km .

Myndasafn

Í grend

Arnarnes
Arnarnes gengur fram milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar, suður úr Ísafjarðardjúpi. Upp frá því er mynni  Arnardals. Fjallið Ernir er yzti hluti Kirk…
Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Kirkjur á Vestfjörðum og Ströndum
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Álftamýrarkirkja …
Núpur
Núpur við norðanverðan Dýrafjörð er fornt höfðingjasetur um aldir og skólasetur í áratugi. Þar sat m.a.  Eggert Hannesson (1550-1583), hirðstjóri og …
Önundarfjörður
Önundarfjörður liggur milli Dýrafjarðar og Súgandafjarðar. Hann er um 20 km langur og 6 km breiður í  mynni en mjókkar mjög, er innar dregur. Há fjöll…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Súgandafjörður
Súgandafjörður gengur inn milli Galtar og Sauðaness. Hann er nyrzti fjörður V-Ísafjarðarsýslu og þeirra   minnstur, um 13 km langur og um 4 km breiður…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )