Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ráðherrabústaðurinn

Reykjavík Tjörnin

Ráðherrabústaðurinn, Tjarnargötu 32, upphaflega í landi Melkots, stóð fyrst að Sólbakka við Önundarfjörð.
Hans Ellefsen, sem stundaði hvalveiðar við Vestfirði lét reisa það fyrir sig þar. Sagt er, að hann hafi annaðhvort gefið Hannesi Hafstein, ráðherra, húsið, eða selt honum það fyrir eina eða fimm krónur. Húsið var flutt til Reykjavíkur og þar bjó Hannes þar til hann lét af ráðherradómi. Landssjóður Íslands keypti húsið og það var notað sem bústaður ráðherra Íslands og forsætisráðherra landsins til 1942. Það hefur verið notað sem móttökustaður ríkirsstjórnarinnar og til fundarhalda síðan. Flestir þjóðhöfðingjar annarra Norðurlanda og fleiri tignargestir hafa gist þar. Húsið var stækkað lítils háttar fyrir Alþingishátíðina 1930.

Myndasafn

Í grennd

Flateyri
Flateyri hefur verið verslunarstaður frá 1792 og rak Hans Ellefsen hvalveiðistöð þar um 12 ára skeið. Hvalveiðistöðin brann árið 1901 og í kjölfar þes…
Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )