Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Núpur

Núpur við norðanverðan Dýrafjörð er fornt höfðingjasetur um aldir og skólasetur í áratugi.

Þar sat m.a.  Eggert Hannesson (1550-1583), hirðstjóri og lögmaður. Hann var meðal valdamestu og ríkustu manna landsins þar til hann fluttist alfarinn til Hamborgar. Gissur Þorláksson, bróðursonur Gissurar Einarssonar biskups í Skálholti bjó að Núpi í lok 16. aldar. Hann kvæntist Ragnheiði Pálsdóttur (Staðarshóls-Páll) en fórst ungur í snjóflóði á Hrafnseyrarheiði. Þáverandi prestur að Holti, Sveinn Símonarson, færði ekkjunni þessi válegu tíðindi. Hún er sögð hafa spurt hann, hvort hann gæti ekki reynt að gleðja sig á einhvern hátt, og prestur bað hennar. Hún tók því vel og sonur þeirra Brynjólfur varð biskup í Skálholti. Jón Gissurarson (Þorlákssonar) lærði gullsmíði í Hamborg og settist síðan að á Núpi. Hann var mikill grúskari og skildi eftir sig mikið af sögubókum, sem hann skrifaði upp.

Núpur er kirkjustaður frá fornu fari. Þar var stofnaður skóli fyrir unglinga í janúar 1907 að frumkvæði séra Sigtryggs Guðlaugssonar og tuttugu árum síðar var honum breytt í héraðsskóla samkvæmt nýsettum lögum. Þessi skóli var starfræktur til ársins 1992. Meðal margs, sem presturinn tók sér fyrir hendur var gerð garðsins Skrúðs, þar sem minnismerki um hann og konu hans stendur. Skólabyggingin er notuð sem hótel á sumrin.

Myndasafn

Í grennd

Núpskirkja
Núpskirkja er í Þingeyrarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Núpur er fornt höfuðból og nú skólasetur  kirkjustaður við norðanverðan Dýrafjörð. Hann…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Þingeyri
Þingeyri við Dýrafjörð er elzti verzlunarstaður í V.- Ísafjarðarsýslu. Þar er góð höfn og kauptúnið fór að myndast á síðari hluta 18. aldar. Þar er ei…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )