Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Botn er í Botnsdal

Bærinn Botn er í Botnsdal, sem gegnur inn úr Súgandafirði og ofan hans er Botnsheiði, sem var ekin   áður en göngin voru grafin til Ísafjarðar og Önundarfjarðar. Dalurinn er vel gróinn, engjar, birki og burkni. Í Hafradal ofan Botns var tekinn surtarbrandur fyrrum og í kringum 1917. Í síðari heimsstyrjöldinni var gripið til þessa eldsneytis á ný og margir Færeyingar unnu við öflun þess.

Göngin, sem eftir standa eru u.þ.b. 100 m löng, full af vatni, sem er notað fyrir heimarafstöð.
Nafngjafi fjarðarins, Hallvarður súgandi, er sagður hafa búið að Botni og liggi heygður í hólnum Súgandi. Mælt er með stuttri göngu að fallegum fossi í mynni Hafradals.

Myndasafn

Í grend

Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Bot ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )