Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Botn er í Botnsdal

Bærinn Botn er í Botnsdal, sem gegnur inn úr Súgandafirði og ofan hans er Botnsheiði, sem var ekin   áður en göngin voru grafin til Ísafjarðar og Önundarfjarðar. Dalurinn er vel gróinn, engjar, birki og burkni. Í Hafradal ofan Botns var tekinn surtarbrandur fyrrum og í kringum 1917. Í síðari heimsstyrjöldinni var gripið til þessa eldsneytis á ný og margir Færeyingar unnu við öflun þess.

Göngin, sem eftir standa eru u.þ.b. 100 m löng, full af vatni, sem er notað fyrir heimarafstöð.
Nafngjafi fjarðarins, Hallvarður súgandi, er sagður hafa búið að Botni og liggi heygður í hólnum Súgandi. Mælt er með stuttri göngu að fallegum fossi í mynni Hafradals.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Suðureyri
Suðureyri við Súgandafjörð er vinalegt kauptún á sandeyri undir fjallinu Spilli við sunnanverðan fjörðinn. Við fjörðinn norðanverðan (Norðureyri) nær …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )