Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Óshlíð

Óshlíð

Yzti hluti þessarar snarbröttu hlíðar milli Hnífsdals og Bolungarvíkur er kallaður Óshyrna og neðan hennar eru Óshólar, sem eru vitastæði.

Sagt er, að stór klettur í hlíðinni austanverðri sé Þuríður sundafyllir, landnámskona, sem varð þar að steini. Neðan dalskoranna Kálfadals og Seljadals var útræði fyrrum. Vegur var lagður um Óshlíð 1950 og þótti stórvirki. Síðan hafa verið byggðir vegskálar og reistar netgirðingar, þar sem mest hætta er á hruni en samt líður varla ár án einhverra óhappa.

Þarna var fyrrum gönguleið, sem var ekki síður hættuleg fólki vegna hruns og snjóflóða. Við Sporhamar og Hald varð göngufólkið að handstyrkja sig áfram. Steinkrossinn við veginn er hjá Haldi og á honum stendur: „Góður Guð verndi vegfarendur”. Ósvör er endurbyggð verbúð í Óshólum, sem er til sýnis gestum og gangandi gegn gjaldi.

Göng milli Hnífsdals og Bolungarvíkur voru opnuð 15 júlí 2010.

 

Myndasafn

Í grennd

Bolungarvík
Bolungarvík er kaupstaður við utanvert Ísafjarðardjúp og tengist Ísafirði með Óshlíðarvegi, sem þótti mikil framkvæmd um miðja öldina. Útræði hefur ve…
Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Ósvör Bolungarvík
Sjóminjasafnið í Ósvör Safnið í Ósvör er endurgerð verstöð frá árabátatímanum, ein hin elzta sinnar tegundar á landinu, og áherzla var lögð á að hald…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )