Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hnífsdalur

Hnífsdalur er þorp yzt við Skutulsfjörð að vestan, skammt utan við kaupstaðinn á Ísafirði og hluti  lögsagnarumdæmis hans frá 1971. Íbúar í Hnífsdal voru um 400 árið 1981. Í Hnífsdal voru fyrrum tveir bæir en þorp tók að rísa þar seint á 19. öld. Aðalatvinnuvegur var og er sjósókn og vinnsla sjávarafla. Hafnarskilyrði eru slæm og njóta Hnífsdælingar hafnarinnar á Ísafirði.

Hraðfrystihús hóf starfsemi 1939. Barnakennsla hófst í Hnífsdal 1882. Hnífsdalur er í dalverpi milli snarbrattra fjalla og er undirlendi mjög lítið. Búðahyrna, há og hlíðabrött, gnæfir yfir þorpinu en Bakkahyrna andspænis. Oft hafa fallið snjóflóð úr Búðahyrnu, sem valdið hafa bæði mann- og eignatjóni. Fyrst er getið um eignatjón árið 1673. Mesta snjóflóð í Hnífsdal, sem sögur fara af og um leið hið örlagaríkasta, féll úr Búðahyrna að morgni 18. febrúar 1910 og sópaði nokkrum húsum og mörgu fólki á haf út.

Alls fórust 20 manns en auk þess slösuðust 12 meira eða minna. Síðan hafa fallið nokkur snjóflóð en ekki valdið nærri eins miklu tjóni. Ævinlega, þegar snjóþungt er á veturna og hætta er á snjóflóðum, verður að rýma hús á hættusvæðum og flytja íbúana á örugga staði, stundum alla leið inn á Ísafjörð, þar til hættan er talin vera liðin hjá.

Myndasafn

Í grennd

Bolungarvík
Bolungarvík er kaupstaður við utanvert Ísafjarðardjúp og tengist Ísafirði með Óshlíðarvegi, sem þótti mikil framkvæmd um miðja öldina. Útræði hefur ve…
Hnífsdalskapella
Hnífsdalskapella er í Ísafjarðarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Hnífsdalur er þorp við utan- og  Skutulsfjörð, skammt frá Ísafjarðarkaupsstað. …
Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Óshlíð
Yzti hluti þessarar snarbröttu hlíðar milli Hnífsdals og Bolungarvíkur er kallaður Óshyrna og neðan hennar eru Óshólar, sem eru vitastæði. Sagt er, a…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )