Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reyðarvatn

Reyðarvatn

Reyðarvatn er í Borgarfjarðarsýslu, upp frá botni Lundarreykjadals. Á fyrri jarðsögutímum hefur  dalurinn verið lengri en nú er. Við gos undir jökli hefur Þverfell myndast þvert um dalinn innanverðan. Þegar jökullinn hopaði, myndaðist Reyðarvatn í kvosinni austan fellsins.

Reyðarvatn er 8,3 km2 og hæð yfir sjávarmáli er 325 m. Í vatnið austanvert kemur Reyðarlækur úr Stóra-Brunnvatni. Frá norðaustri falla í það tvær ár, Leirá og Fossá. Í tungunni milli ánna eru rústir eyðibýlis. Grímsá fellur úr vatninu til norðvesturs. Í Reyðarvatni er allmikið af bleikju og murtu. Veiðst hafa yfir 12 punda fiskar, en algengasta stærð er 1-2 pund og er þá murtan ekki talin með. Margir góðir veiðistaðir eru allt í kringum vatnið. Einn besti veiðistaðurinn er þar sem Grímsá rennur úr vatninu. Landeigeigundur hafa selt veiðleyfi í Reyðarvatn.

Ekið er að vatninu frá Uxahryggjarvegi. Vegalengdin frá Reykjavík er um 75 km.

 

Myndasafn

Í grennd

Húsafell
Húsafell er vinsæll sumarleyfisstaður meðal Íslendinga. Þar eru fjölmargir sumarbústaðir og hægt er að leigja sér bústað eða tjalda í skóginum. Þarna …
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )