Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Húsafell

Húsafell

Húsafell er vinsæll sumarleyfisstaður meðal Íslendinga. Þar eru fjölmargir sumarbústaðir og hægt er að leigja sér bústað eða tjalda í skóginum. Þarna er góð sundlaug og gufubað. Heita vatnið, sem er álitið ákaflega heilsusamlegt, kemur úr hver í Selgili. Húsafell er innsti bær Borgarfjarðarsýslu, næstur jöklum. Fyrrum var þar prestsetur og sóknarkirkja, en nú stendur þar bændakirkja. Fjölbreytt ferðaþjónusta er veitt á Húsafelli, s.s.göngu-, jökla- og hellaskoðunarferðir.

Á síðari hluta 18. aldar bjó prestur að nafni Snorri Björnsson að Húsafelli. Hann varð frægur fyrir skáldskap og galdra. Hann orti margar rímur og skrifaði einnig fyrsta leikrit, sem samið var á íslenzku. Hann kvað niður 81 draug við svonefnda Draugarétt í Húsafellstúni, en þessir draugar voru sendingar til hans frá óvinum hans á Hornströndum, þar sem hann var prestur áður. Snorri var rammur að afli og reyndi krafta sína með 180 kg steinhellu. Amlóði átti að geta lyft henni á hné sér, hálfsterkur upp á stein í magahæð og fullsterkur að geta tekið hana á brjóst sér og borið hana umhverfis kvíarnar. Afkomendur Snorra búa að Húsafelli. Það er gaman að ganga um Húsafellsland og umhverfi þess.

Forleifauppgröftur fór fram að Reyðarfelli vestan Húsafells á árunum 1960-65. Þar eru rústir stórbýlis frá 14.-15. öld og þegar grafið var dýpra komu í ljós skálagöng, sem voru mun eldri en bærinn. Rúmlega 100 hlutir fundust í rústunum, þ.m.t. fornt koparker. Í smiðju fannst stór steðjasteinn, sem er neðan rústanna við gamla veginn.

Við gatnamót Kaldadals og Uxahryggja ofan Þingvalla. Báðar þær leiðir hafa núna verið opnaðar. Landnáma segir frá Svarthöfða Bjarnasyni, sem bjó á Reyðarfelli. Ekki eru allir á eitt sáttir með nafngift þessara rústa og álíta að Reyðarfell hafi verið annars staðar.

Myndasafn

Í grennd

Arnarvatnsheiði og Tvídægra veiðivötn
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru vötnin sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og e…
Golfklúbburinn Húsafell
Sími: 435- 9 holur, par 35. Níu holu golfvöllur er á Húsafelli í fallegu umhverfi. Brautirnar liggja meðfram bökkum Kaldár og Stuttár, þar sem kyl…
Hraunfossar
Hraunfossar eru líka nefndir Girðingar. Þeir eru meðal fegurstu náttúruperlna landsins, þar sem þeir spýtast undan jaðri Hallmundarhrauns út í Hvítá. …
Kaldidalur
Kaldidalur er stytztur hinna þriggja höfuðfjallvega landsins milli Norður- og Suðurlands. Þetta er fyrsti fjallvegur landsins, sem var ruddur árið 183…
Norðlingafljót
Norðlingafljót á upptök á hálendinu á Arnavatnsheiði. Það rennur milli Hallmundarhrauns (Gráhrauns)   og Tungu og sameinast Hvítá skammt austan Hraunf…
Reykholt í Reykholtsdal
Reykholt í Reykholtsdal er einhver merkasti sögustaður landsins, ekki sízt vegna búsetu Snorra Sturlusonar, sem margir telja merkasta skáld, rithöfund…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…
Surtshellir
Surtshellir er lengstur og nafntogaðastur þekktra íslenzkra hella. Hann er skammt norðan Strúts í Hallmundarhrauni, u.þ.b. 7 km frá Kalmanstungu. Heil…
Tjaldstæðið Húsafell
Á Húsafelli síðari hluta 18. aldar bjó prestur að nafni Snorri Björnsson að Húsafelli. Hann varð frægur fyrir skáldskap og galdra. Hann orti margar rí…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …
Vesturland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá  Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðar…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )