Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Surtshellir

Surtshellir er lengstur og nafntogaðastur þekktra íslenzkra hella. Hann er skammt norðan Strúts í Hallmundarhrauni, u.þ.b. 7 km frá Kalmanstungu. Heildarlengd hellisins er 1970 m. Stefánshellir er í beinu framhaldi af Surtshelli til norðausturs. Heildarlengd beggja er 3500 m.

Þak Surtshellis hefur hrunið á fimm stöðum, þar sem eru jafnmörg op. Venjulega er nyrzta opið notað sem inngangur. Aðeins sunnar eru tvö stór op og hið syðsta er aðeins 400 m frá hellisendanum. Meðallofthæð í hellinum er 9 m en innst lækkar hún niður í 2-4 m.

Þar er hinn svonefndi íshellir, sem er prýddur ísdrjólum og íssúlum, sem ná stundum upp í þak. Það er auðveldast að komast um þennan hluta hellisins, sem mörgum finnst fegurstur, en þar er mjög hált undir fæti.

Hellaskoðun krefst alltaf varúðar og góðs útbúnaðar. Það er ekki lengur í tízku að ganga um hella með logandi kyndla. Nú á dögum eru notuð góð handrafljós og langbezt er að vera með hjálma búnum rafljósi að auki.

Vopnalág er fjórum kílómeturm innan Surtshellis í landi Kalmanstungu sunnan Norðlingafljóts. Þar komu Borgfirðingar Hellismönnum að óvörum eftir að bóndasonurinn frá Kalmanstungu ávann sér traust þeirra. Hann komst síðan frá þeim og gerði byggðamönnum aðvart. Hellismenn voru dauðþreyttir eftir langa smalamennsku og sváfu í láginni. Sumir voru drepnir þar, aðrir á flótta, en Eiríkur einfætti komst undan yfir Eiríksjökul og þaðan á skip til útlanda. Vopnalág er í laginu eins og skeifa og grösug.

Myndasafn

Í grennd

Eiríksjökull
Eiríksjökull (1675m) er u.þ.b. 22 km² jökulskjöldur á móbergsstapa með grágrýtisdyngju á toppi. Flatarmál sökkuls stapans er u.þ.b. 40 ferkm. Hann er …
Hallmundarhraun
Hallmundarhraun er stærsta hraunbreiða Borgarfjarðar. Líklega rann það í upphafi 10. aldar, u.þ.b.  hálfri öld eftir fyrsta landnám. Gígarnir, sem myn…
Húsafell
Húsafell er vinsæll sumarleyfisstaður meðal Íslendinga. Þar eru fjölmargir sumarbústaðir og hægt er að leigja sér bústað eða tjalda í skóginum. Þarna …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )