Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eiríksjökull

Eiríksjökull

Eiríksjökull (1675m) er u.þ.b. 22 km² jökulskjöldur á móbergsstapa með grágrýtisdyngju á toppi. Flatarmál sökkuls stapans er u.þ.b. 40 ferkm. Hann er hæstur fjalla vestanlands. Þetta fjall varð til við gos undir jökli, sem náði að bræða sig í gegnum ísinn, þannig að hraun runnu og mynduðu dyngjuna, sem jökullinn hylur. Nokkrir skriðjöklar ganga niður að norðaustan- og norðanverðu, s.s. Stórijökull og Brókarjökull. Eiríksjökull er sunnan Hallmundarhrauns og vestan Langjökuls og blasir við sjónum í góðu skyggni frá Borgarfirði og suður af Holtavörðuheiði. Skarðið milli jöklanna heitir Flosaskarð. Eiríksjökull freistar margra fjallgöngumanna. Hann er mjög skriðubrattur og ekki auðgengur af þeim sökum.

Í norðanverðum skriðunum er Eiríksgnípa, sem sögð er bera nafn eins Hellismanna, sem bændur í Borgarfirði réðust gegn eftir að þeir höfðu valdið usla með dvöl sinni í Surtshelli og aðdráttum. Borgfirðingum tókst að koma þeim að óvörum, er þeir sváfu í svokallaðri Vopnalág nálægt Helluvaði á Norðlingafljóti. Einn þeirra, Eiríkur, var eltur upp hlíðar Eiríksjökuls og fótur höggvinn undan honum. Hann komst engu að síður undan á handahlaupum, til skips og úr landi.

Myndasafn

Í grend

Jöklar
Jöklar Íslands Jöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta ástæðan er sú…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar. Álftavatn Arnardalur Arnarfell…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )