Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tjaldstæðið Húsafell

Á Húsafelli síðari hluta 18. aldar bjó prestur að nafni Snorri Björnsson að Húsafelli. Hann varð frægur fyrir skáldskap og galdra. Hann orti margar rímur og skrifaði einnig fyrsta leikrit, sem samið var á íslenzku. Hann kvað niður 81 draug við svonefnda Draugarétt í Húsafellstúni, en þessir draugar voru sendingar til hans frá óvinum hans á Hornströndum, þar sem hann var prestur áður. Snorri var rammur að afli og reyndi krafta sína með 180 kg steinhellu. Amlóði átti að geta lyft henni á hné sér, hálfsterkur upp á stein í magahæð og fullsterkur að geta tekið hana á brjóst sér og borið hana umhverfis kvíarnar. Afkomendur Snorra búa að Húsafelli. Það er gaman að ganga um Húsafellsland og umhverfi þess.
Tjaldsvæðið í Húsafellsskógi hefur notið mikilla vinsælda í áraraðir . Stæðin eru á miðju orlofssvæðinu og göngufæri í sund, golf, leiktæki, verslun og veitingar.

Tjaldsvæðið er rétt við Hótel Húsafell.

opið  júní júlí og  ágúst

Þjónusta í boði:
Leikvöllur
Þvottavél
Salerni
Golfvöllur
Rafmagn
Veitingahús
Sundlaug
Sturta
Gönguleiðir

Myndasafn

Í grennd

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Húsafell
Húsafell er vinsæll sumarleyfisstaður meðal Íslendinga. Þar eru fjölmargir sumarbústaðir og hægt er að leigja sér bústað eða tjalda í skóginum. Þarna …
Reykholt í Reykholtsdal
Sögustaðurinn Reykholt Reykholt í Reykholtsdal er einhver merkasti sögustaður landsins, ekki sízt vegna búsetu Snorra Sturlusonar. Margir telja han m…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )