Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þingvellir helgistaður allra Íslendinga

Þingvellir

Á Þingvöllum við Öxará komu Íslendingar saman í fyrsta sinni árið 930. Upp frá því voru Þingvellir Fundarstaður þjóðarinnar allt til ársins 1798 eða í 868 ár samfleytt.

Fyrsti hluti þessarar sögu hefur verið nefndur „gullöld Íslendinga“. Með þeim orðum er skírskotað til íslenska Þjóðveldisins er stóð frá 930 til 1262. Þann tíma allan voru Íslendingar sjálfstæð þjóð. Æðsta yfirstjórn landsins var í höndum Alþingis á Þingvöllum. Alþingi var löggjafarsamkoma og dómþing. Þar voru settar niður deilur af öllu landinu. Að fornu starfaði Alþingi um tveggja vikna bil í júnílok ár hvert en á síðari öldum eina viku í júlíbyrjun.

Á „gullöld Íslendinga“ eru Þingvellir í afar mörgum tilvikum vettvangur sagnanna eins og Íslendingasögur greina frá. Íslendingasögur eru flestar ritaðar á 13. öld. Þær eru hornsteinn íslenskrar þjóðmenningar allt fram á þennan dag.

Eftir 1262 varð Ísland hluti af veldi Noregskonungs og síðar Danakonungs (Margrét I, 1380). En Alþingi hélt áfram að koma saman á Þingvöllum sem ráðgefandi þing og dómsstóll fram að lokum 18. aldar. Merki um almenningshátíð á Þingvöllum getur einnig að líta á þessu skeiði. Þannig voru Þingvellir sem fyrr miðstöð þjóðlífs um þingtímann ár hvert.

Á 19. öld voru nokkrar samkomur haldnar á Þingvöllum. Áhrifamest var þjóðhátíðin 1874 þegar Íslendingar fengu stjórnarskrá. Þá kváðu skáldin um Þingvelli og staðurinn varð táknmynd alls þess sem íslenzkt er. Á 20. öld héldu Íslendingar fjölmennar hátíðir á Þingvöllum. Þeirra merkust er Lýðveldishátíðin 17. júní 1944 en þá var Lýðveldið Ísland stofnað. Aðrir merkisviðburðir, sem hefur verið fagnað á Þingvöllum, eru eittþúsund ára afmæli Alþingis árið 1930, ellefuhundruð ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974 og fimmtíu ára afmæli lýðveldisins árið 1994. Árið 2000 bar hæst Kristnitökuhátíðina, sem var haldin hátíðleg um allt land og og ekki sízt á Þingvöllum 1. og 2. júlí. Í tilefni þess var vegakerfið til Þingvalla bætt, s.s. Grafningsvegur, Gjábakkavegur og Þingvallaleið. Við þessi tíðindi og önnur hafa Þingvellir orðið „helgistaður allra Íslendinga“ eins og segir í Lögum um friðun Þingvalla frá árinu 1928.

Auk þess sem að ofan greinir eru Þingvellir markverðir af náttúrufræðilegum ástæðum. Alþingisstaðurinn forni liggur í sigdal. Dældin er hluti af Atlantshafssprungunni miklu er liggur um Ísland frá suðvestri til norðausturs. Þingvallasigdældin hefur tekið á sig núverandi mynd á síðustu tíu þúsund árum. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn á Íslandi og afar auðugt af lífi.

Þingvellir hafa verið friðaðir síðan 1928 og eru elsti þjóðgarður landsins. Hann lýtur stjórn Þingvallanefndar Alþingis. Árið 2004 voru Þingvellir settir á heimsminjaskrá UNESCO.

 

Myndasafn

Í grennd

Bláskógar
Landið umhverfis Þingvallavatn var nefnt Bláskógar að fornu. Landnáma telur Skálabrekku vera í  Bláskógum. Þar er einnig getið Grímkels goða í Bláskóg…
Botnssúlur
Botnssúlur séðar frá Hvalfirði Botnssúlur eru þyrping tinda útdauðrar megineldstöðvar inn af Botnsdal í Hvalfirði og skamman veg frá   Þingvöllum. Hæ…
Galdrar og galdrabrennur Þingvellir
GALDRAR OG GALDRABRENNUR Á ÞINGVÖLLUM Þórarinn Halldórsson 1667. Hann bjó á Birnustöðum og stundaði lækningar á fólki og skepnum í Ögursveit. Hann no…
Gjábakki
Gjábakki er eyðibýli í Þingvallasveit, rétt austan þjóðgarðsins og misgengja Þingvallalægðarinnar. Leiðin  um Hrafnabjargarháls að Reyðarbarmi um Rey…
Gjárnar á Þingvöllum
Almannagjá er líklega upprunalegt nafn. Framhald hennar er gjárnar Stekkjargjá, Snókagjá og   Hvannagjá, sem teygir sig inn að Ármannsfelli. Samtals e…
Gönguleiðir á Þingvöllum
Aðalaðkomuleiðir til Þingvalla voru Kárastaðastígur um Langastíg niður í Almannagjá, Gjábakkavegur niður á Klukkustíg að austan, Botnsheiðarvegur og G…
Hofmannaflöt
Hofmannaflöt er rennisléttur völlur austan Ármannsfells og norðan Þingvalla. Hún er kringd fjöllum á     þrjá vegu og opin móti suðri. Austan hennar e…
Konungshúsið
Konungshúsið var byggt á mótum Efri- og Neðrivalla undir Hallinum í tilefni komu Friðriks VII árið  1907. Mikliskáli, sem var ætlaður dönsku þingmönnu…
Leggjabrjótur
Forn þjóðleið Leggjabrjótur Leggjabrjótur er milli Hvalfjarðar og Þingvalla. Leggjabrjótur er forn þjóðleið frá Stóra-Botni í Botnsdal í Hvalfirði,…
Lögberg
Nærri lá, að Íslendingar týndu Lögbergi, en blessunarlega tókst til og þeir fundu það aftur. Sumir halda  þessu fram, en aðrir eru þeirrar skoðunar að…
Öxará
Öxará á upptök í Myrkavatni milli Leggjarbrjóts og Búrfells. Hún liðast um Öxarárdal og yfir  Biskupsbrekkuhraun , þar sem hún hefur flæmzt um og skil…
Skjaldbreiður
Fjallið Skjaldbreiður Skjaldbreiður (1060 m) er fagurt dæmi um hraundyngju ásamt systur sinni Trölladyngju norðan Dyngjujökuls. Skjaldbreiður er norð…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Svartagil Þingvallasveit
Svartagil er eitt margra eyðibýla í Þingvallasveit. Bærinn, sem síðast var búið í, brann árið 1967. Hann   var eitt margra afbýla Þingvallastaðar. Byg…
Tjaldstæðið Þingvellir
Leyfilegt er að tjalda á tveimur svæðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Á Leirum í kringum þjónustumiðstöð þjóðgarðsins og í Vatnskoti við Þingvalla…
Þingvellir eydibýli í Þingvallasveit
Arnarfell var hjáleiga frá Þingvöllum, sem hafði afnot af fellinu og spildu norðan þess við vatnið og var  góð veiðijörð. Enn þá sést móa fyrir grjótg…
Þjóðgarðar Íslands
Þingvellir (1928) er sögufrægasti staður landsins og er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá  hæst og hinn forna þingstað við Öxará. Þingvall…
Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson
Kristnitakan á Íslandi er tímabil í sögu Íslands, þegar lögfest var að allir landsmenn skyldu aðhyllast kristni í stað heiðni. Miðað við tímatal þess …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )