Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laugarvatn

Laugavatn

Að Laugarvatni er skólasetur og hefur myndast byggðakjarni í kringum það og þjónustu við ferðamenn. Þar eru tvö hótel og vel skipulagt tjaldsvæði með þjónustumiðstöð. Þar, sem víða í uppsveitum Árnessýslu, er jarðhiti mikill og því góð baðastaða í og við Laugarvatn s.s. sundlaug, gufubað o.fl. Í nágrenni Laugarvatns hefur risið mikil sumarbústaðabyggð og eiga mörg stéttarfélög bústaði þar sem og einstaklingar. Skóglendi er mikið og víðlent og fallegar ár og lækir renna þar um.

Veiði í ám og vötnum er mikil í grenndinni. Stutt er til Gullfoss og Geysis og til hins forna biskupsseturs Skálholts. Fjöldi ferðamanna leggur leið sína til Laugarvatns árið um kring enda staðurinn ekki síðri heim að sækja að vetri en sumri.
Vegalendin frá Reykjavík er um 90 km.

Myndasafn

Í grend

Apavatn
Apavatn er 14 km² stöðuvatn í Laugardal í Árnessýslu. Þetta vatn er þekkt úr Sturlungu, þegar Sturla  sveik Gissur Þorvaldsson, þegar þeir hittust þ…
Ferðavísir
Ferðavísirinn nýtist við undirbúning góðrar ferðar. Hann sýnir gistingu, tjaldstæði, skoðunarverða staði, ferðir um hálendið, ferðaáætlanir, veiði, go…
Golfklúbburin Dalbúi
LAUGARVATN Tel.: 893-0200 golfrsi@rafis.is Klúbburinn var stofnaður 1989 og hafði þá aðstöðu fyrir neðan Héraðsskólann á Laugarvatni. 1995 tók…
Hlöðufell
Hlöðufell (1188m) er formfagur móbergsstapi með jökulsorfnum grágrýtiskolli og sísnævi norðan   Laugardals og sunnan Langjökuls. Það er hömrum girt en…
Laugarvatnsvellir
Laugarvatnsvellir eru valllendi 5-6 km vestan Laugarvatns á leiðinni milli þess og þingvalla um   Hrafnabjargaháls. Kálfstindar, Reyðarbarmur og Reyða…
Sögustaðir Suðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið …
Tjaldstæðið Laugarvatn
Í nágrenni Laugarvatns hefur risið mikil sumarbústaðabyggð og eiga mörg stéttarfélög bústaði þar sem og einstaklingar. Skóglendi er mikið og víðlent o…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )