Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gullfoss

Gullfoss í Hvítá

Gullfoss er í Hvítá, þar sem hann fellur í tveimur þrepum niður í Hvítárgljúfur, sem eru allt að 70 m      djúp. Gullfoss from the Air.jpg  Efri fossinn er u.þ.b. 11 m hár en hinn neðri 21 m. Gljúfrið er u.þ.b. 2½ km langt og hefur myndast á síðustu 10.000 árum (25 sm á ári). Hvammur í gljúfrinu, nokkru neðan Gullfoss, heitir Pjaxi. Ofan Gullfoss eru straumharðar flúðir í ánni. Samkvæmt sögnum óðu menn ána þar, þótt ólíklegt sé. Sagt er að Þórður Guðbrandsson frá Brattholti hafi beðir sér konu á þeim slóðum yfir ána. Hún tók vel í það og sagðist mundu taka honum, ef hann kæmi strax til sín yfir ána, sem hann gerði.

Árin 1930 og 1948 komu svo stór flóð í ána, að neðri foss Gullfoss hvarf og gljúfrið fylltist af vatni.  Fossinn var í eigu Brattholtsbænda, þegar hann komst í hendur erlends fyrirtækis, sem hugðist virkja ána í gljúfrinu. Sigríður Tómasdóttir, eigandi og ábúandi Brattholts fyrr á 19. öldinni undi því ekki, að bezti vinur hennar, fossinn, væri í eigu útlendinga og hyrfi líklega. Hún höfðaði mál gegn fyrirtækinu og fékk Svein Björnsson til aðstoðar. Hún tapaði miklu fé á þessu máli en fossinn komst aftur í eigu Íslendinga og hefur verið í eigu ríkisins síðan

Minnisvarði um Sigríði var reistur í gljúfrinu við neðri bílastæðin árið 1978. Hann gerði Ríkharður Jónsson.

Pjaxi er kjarrhvammur í vestanverðu gljúfrinu neðan Gullfoss.  Þar er friðsælt og gróður fjölskrúðugur.  Einstigið niður í hvamminn krefst varkárni og er ekki fyrir lofthrædda.  Ein kennina um nafngiftina er latneska orðið „pax”.

SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR
Sigríður Tómasdóttir fæddist í Brattholti 1874 og bjó þar til dauðadags. Bærinn var í alfaraleið þeirra,  gullfoss_sigridur_tomasdottirsem komu til að skoða Gullfoss, þannig að stundum var gestkvæmt. Systrunum í Brattholti þótti vænt um fossinn og voru oft leiðsögumenn gestanna. Þær gerðu fyrsta göngustíginn við fossinn. Sigríði gafst ekki kostur á skólagöngu, en hún var vel að sér, lesin og listræn og talsver kvað að hannyrðum hennar og teikningum.

Um aldamótin 1900 vaknaði áhugi erlendra auðmanna á virkjun vatnsfalla á Íslandi. Breti nokkur fékk áhuga á Gullfossi og bauð Tómasi, föður Sigríðar, 50.000.- kr. fyrir hann, en hann svaraði: „Ég sel ekki vin minn”. Síðar komst fossinn í hendur manna, sem vildu virkja hann. Þá hófst barátta Sigríðar fyrir friðun fossins. Andstæðingar hennar voru margir valdamestu og ríkustu menn landsins, en hún lét ekki bugast og lagði á sig mörg og löng ferðalög til að reyna að sannfæra valdhafana í Reykjavík. Þegar svo var komið, að málið virtist tapap, hótaði Sigríður að steypa sér í fossinn. Úr því varð ekki, því henni tókst með aðstoð lögfræðings síns, Sveins Björnssonar, að fá samningnum rift, þegar leigugjald barst ekki, og Gullfoss komst í eigu ríkisins.

Sigríður lézt árið 1957 og var grafin í Haukadal. Hún verður ætíð í heiðri höfð sem bjargvættur Gullfoss. Minnismerki hennar við fossinn er verk Ríkharðs Jónssonar.

SAGAN AF ÞÓRODDI og GUÐRÚNU
Sagan af því, þegar Þóroddur Guðbrandsson í Brattholti óð yfir Hvítá fyrir ofan Gullfoss á fund Guðrúnar Þóroddsdóttur í Hamarsholti (nú í eyði) í Hrunamannahreppi, er fræg. Þau höfðu oft hitzt og talazt við yfir ána og loks bað Þórður Guðrúnar. Hún kvaðst taka bónorði hans, kæmi hann til hennar yfir ána. Hann tók áskoruninni og óð strax yfir ána til hennar. Þau giftust og bjuggu síðar á Fjalli á Skeiðum. Meðal afkomenda þeirra var Jón Thoroddsen skáld og Guðmundur Ingimarsson í Birtingaholti. Ekki eru til heimildir um að Hvítá hafi áður verið vaðin á þessum stað. Tómas, faðir hinnar frægu Sigríðar í Brattholti, óð þarna út í ána við annan mann. Þeir voru komnir yfir dýpsta álinn, þegar hundar þeirra á vesturbakkanum gerðust þá svo ókyrrir, að þeir þorðu ekki annað en snúa við til að fyrirbyggja að þeir æddu út í ána og drukknuðu. Á fjórða áratugi 20. aldar reið Magnús Sigurðsson frá Bryðjuholti yfir Hvítá ofan Gullfoss.
Heimildir: Vefur Hrunamannahrepps.

Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!

Myndasafn

Í grennd

Brúarhlöð
Brúarhlöð eru þröngt og grunnt gljúfur, sem Hvítá rennur um sunnan Tungufells í Hrunamannahreppi.  Vegna þrengslanna er áin mjög djúp, a.m.k. 10 m und…
Fegurstu fossar heims
Niagarafossar eru í Niagaraánni á mörkum New York-fylkis í BNA og Suðaustur-Ontaríófylkis í Kanada. Þeir eru taldir með áhrifamestu sjónarspilum náttú…
Geysir
Þessi frægasti og fyrrum stærsti goshver heims er talinn hafa myndazt við mikla jarðskjálftahrinu í lok 13. aldar. Oddaverjaannáll segir um árið 1274,…
Golfvöllurinn í Úthlíð
Úthlíðarvöllur Biskupstungum 801 Selfoss Sími: 486-8770 / 699-5500 Fax: 486-8776 uthlid@uthlid.is 9 holur, par 35 Ferðaþjónustan í Úthlíð hef…
Gullfoss
Gullfoss í Hvítá Gullfoss er í Hvítá, þar sem hann fellur í tveimur þrepum niður í Hvítárgljúfur, sem eru allt að 70 m      djúp.  Efri fossinn er u…
Haukadalsvöllur
Geysir í Haukadal Biskupstungum 801 Selfoss Sími: 486-8733/898-9141/893-8733 Fax: 486-8733 info@geysirgolf.is 9 holur, par 35 Haukadalsvöllur…
Hæstu fossar í metrum
Hæstu fossar Íslands mældir í metrum. Glymur  190 Hengifoss  128 Háifoss  122 Seljalandsfoss  65 Skógafoss  62 Dettifoss  44 Gu…
Reykholt Biskupstungum
Saga staðarins hófst, þegar jarðhiti uppgötvaðist á fyrri hluta aldarinnar í landi Stóra-Fljóts. Barnaskóli með heimavist var reistur 1928. Um miðja ö…
Sigríður Tómasdóttir
SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR Sigríður Tómasdóttir fæddist í Brattholti 1874 og bjó þar til dauðadags. Bærinn var í alfaraleið þeirra,  sem komu til að skoð…
Tungufljót
Tungufljót er í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Upptökin eru nokkuð ofan byggðar og til  þess margir lækir á leið til ósa. Umhverfið er mjög …
Úthlíð
Úthlíð hét fyrrum Hlíð hin ytri og var kirkjustaður í Biskupstungum. Ásgeir Úlfsson, tengdasonur  gamla á Mosfelli, byggði þar bú. Hans sonur var Ge…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )