Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Úthlíð

Úthlíð hét fyrrum Hlíð hin ytri og var kirkjustaður í Biskupstungum.

Ásgeir Úlfsson, tengdasonur  gamla á Mosfelli, byggði þar bú. Hans sonur var Geir goði, sem bjó líka í Úthlíð. Haugur hans er sagður vera skammt frá bænum og þar móar fyrir hoftótt niðri við mýrina neðan gamla bæjarins. Stór grásteinn með laut er sagður vera hlautbolli úr hofinu.

Í katólskum sið voru kirkjur staðarins helgaðar Maríu guðsmóður og voru útkirkjur frá prestssetrinu í Miðdal í Laugardal þar til þær urðu útkirkjur frá Torfastöðum með lögum árið 1880. Kirkjunni var þjónað frá Torfastöðum og Skálholti til 1963. Lengi var þjónað í stofunni í Úthlíð eftir að kirkjan fauk 1936.

Nýja kirkjan er hátíðleg og falleg og sést langt að. Hún var reist árið 2005-2006 í minningu Ágústu Ólafsdóttur, eiginkonu Björns Sigurðssonar bónda í Úthlíð. Hún lést fyrir aldur fram haustið 2004.

Björn Sig­urðsson bóndi í Úthlíð lést á Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Mó­bergi 11. maí, 2023 87 ára að aldri.

Úthlíð er meðal stærstu jarða landsins. Meginhluti lands hennar er Úthlíðarhraun úr Eldborgum á Lambahrauni, sem steyptist niður hlíðina ofan við bæinn. Þetta hraun er gróið, mosi ofantil og kjarr neðar, þar sem sumarbústaðabyggðin er.

Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!

Myndasafn

Í grennd

Geysir
Þessi frægasti og fyrrum stærsti goshver heims er talinn hafa myndazt við mikla jarðskjálftahrinu í lok 13. aldar. Oddaverjaannáll segir um árið 1274,…
Golfvöllurinn í Úthlíð
Úthlíðarvöllur Biskupstungum 801 Selfoss Sími: 486-8770 / 699-5500 Fax: 486-8776 uthlid@uthlid.is 9 holur, par 35 Ferðaþjónustan í Úthlíð hef…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Tjaldstæðið Úthlíð
Úthlíð er meðal stærstu jarða landsins. Meginhluti lands hennar er Úthlíðarhraun úr Eldborgum á Lambahrauni, sem steyptist niður hlíðina ofan við bæin…
Úthlíðarkirkja
Í katólskum sið voru kirkjur staðarins helgaðar Maríu guðsmóður og voru útkirkjur frá prestssetrinu í  í Laugardal þar til þær urðu útkirkjur frá Tor…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )