Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Golfvöllurinn í Úthlíð

Úthlíðarvöllur
Biskupstungum
801 Selfoss
Sími: 486-8770 / 699-5500
Fax: 486-8776
uthlid@uthlid.is
9 holur, par 35

Ferðaþjónustan í Úthlíð hefur rekið golfvöll síðan 1992 og golfklúbbur er starfandi í tenglsum við hann. Völlurinn er ríflega 2500 m á gulum teigum og um 2200 m á rauðum.

Uppbygging hans hefur staðið yfir jafnt og þétt yfir frá því árið 1992. Búið er að setja niður nokkrar sandgryfjur og byggja upp teiga á brautum. Trjám er plantað á hverju sumri, svo ásýnd vallarins mun breytast í framtíðinni.

Völlurinn er opnaður í lok maí og verður opinn fram á haust eins lengi og veður leyfir. Vallargjöld eru greidd í Hlíðalaug og þar er einnig hægt að kaupa einföldustu golfvörur og leigja golfsett.

Klúbburinn notar veitingastaðinn Réttina sem klúbbhús, þar er hægt að kaupa mat og aðrar veitingar

Myndasafn

Í grennd

Golf
Golfklúbbar og golfvellir Uppruni golfíþróttarinnar er að mestu hulinn móðu tímans. Rómverjar léku einhvern svipaðan le…
Úthlíð
Úthlíð hét fyrrum Hlíð hin ytri og var kirkjustaður í Biskupstungum. Ásgeir Úlfsson, tengdasonur  gamla á Mosfelli, byggði þar bú. Hans sonur var Ge…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )