Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Geysir

Geysir

Þessi frægasti og fyrrum stærsti goshver heims er talinn hafa myndazt við mikla jarðskjálftahrinu í lok 13. aldar. Oddaverjaannáll segir um árið 1274, að í Eyrarfjalli (Laugarfjalli) hjá Haukadal komu upp hverir stórir; en sumir hurfu þeir, sem áður voru.“ Kísilúrfellingar hafa myndað talsverðan hól umhverfis hverinn. Skál hans er u.þ.b. 18 m í þvermál og niður úr henni gengur 18 m djúp hola, sem er 2 m í þvermál. Öldum saman gaus Geysir og laðaði til sín ferðamenn.

Upp úr aldamótunum 1900 dró mjög af honum og síðan 1916 hefur hann ekki gert meira en að pusa upp vatni óreglulega. Talið var að kólnunarflötur hans væri of stór og gerðar voru tilaunir til að minnka hann með góðum árangri um skeið. Hin síðari ár hefur Geysir dregið sig í hlé að mestu. Hæstu gosin voru á milli 40 og 80 m. Fyrir gos urðu miklir dynkir gufusprenginga neðanjarðar og ekki var laust við að mönnum fyndist jörðin skjálfa.

Hverasvæðið umhverfis er u.þ.b. 500 m langt og 100 m breitt. Hverahrúður nær yfir mun stærra svæði (200 þús. m²; Trausti Einarsson; Árbók Ferðafélagsins 1961) og gefur til kynna að það hafi verið a.m.k. tvöfalt stærra fyrrum.

Tugir hvera eru á svæðinu, sumir goshverir eins og Geysir. Hinir helstu eru Strokkur, sem gýs reglulega á 3-5 mínútna fresti, og Smiður, sem lætur lítið á sér bera. Hverasvæðið er afgirt og friðlýst og í umsjá Náttúrustofu (síðan 2002?; áður Geysisnefndar, sem var fyrst skipuð árið 1953).

Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!

Myndasafn

Í grennd

Brúarhlöð
Brúarhlöð eru þröngt og grunnt gljúfur, sem Hvítá rennur um sunnan Tungufells í Hrunamannahreppi.  Vegna þrengslanna er áin mjög djúp, a.m.k. 10 m und…
Flúðir
Flúðir er þéttbýliskjarni miðsvæðis í Hrunamannahreppi og þykir þar notalegt og fagurt. Litla-Laxá rennur í gegnum þorpið og mikill jarðhiti er á svæð…
Gullfoss
Gullfoss í Hvítá Gullfoss er í Hvítá, þar sem hann fellur í tveimur þrepum niður í Hvítárgljúfur, sem eru allt að 70 m      djúp.  Efri fossinn er u…
Laugarvatn
Laugarvatn er lítið stöðuvatn í Laugardal í Árnessýslu. Þar hefur byggst upp stærsti skólakjarni utan   þéttbýlis á landinu. Fyrsti skólinn var stofna…
Reykholt Biskupstungum
Saga staðarins hófst, þegar jarðhiti uppgötvaðist á fyrri hluta aldarinnar í landi Stóra-Fljóts. Barnaskóli með heimavist var reistur 1928. Um miðja ö…
Strokkur í Haukadal
Strokkur í Haukadal Strokkur er virkasti hverinn í Haukadal – heimili hins fræga Geysis. Þessir hverir eru líklega búnir til á langvarandi jarðskjálf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )