Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laugarvatn

Laugarvatn er lítið stöðuvatn í Laugardal í Árnessýslu. Þar hefur byggst upp stærsti skólakjarni utan   þéttbýlis á landinu. Fyrsti skólinn var stofnaður að tilhlutan Jónasar frá Hriflu árið 1928. Jarðhitasvæðið og gufubaðið eru áhugaverð. Veiði og vatnaíþróttir eru stundaðar við og á Laugarvatni. Lýsing á veiði í Apavatni á hér og vel við.

Vatnið er í eðli sínu vasaútgáfa af Apavatni. Þó hefur veiðst vel í vatninu fram undan Laugarvatnsþorpinu snemma á vorin, en volgt hveravatn glæðir botndýralífið í kuldatíðinni.

Bleikjan er ögn vænni í Laugarvatni en Apavatni, 2 punda fiskar eru nokkuð tíðir og í Hólaá, sem rennur úr vatninu, finnast allt að 7 punda bleikjur.

Vegalengdin frá Reykjavík um Gjábakkaveg er 75 km.

Myndasafn

Í grennd

Apavatn
Apavatn er 14 km² stöðuvatn í Laugardal í Árnessýslu. Þetta vatn er þekkt úr Sturlungu, þegar Sturla  sveik Gissur Þorvaldsson, þegar þeir hittust þ…
Golfklúbburin Dalbúi
LAUGARVATN Tel.: 862-4809 golfrsi@rafis.is Klúbburinn var stofnaður 1989 og hafði þá aðstöðu fyrir neðan Héraðsskólann á Laugarvatni. 1995 tók…
Laugarvatnsvellir
Laugarvatnsvellir eru valllendi 5-6 km vestan Laugarvatns á leiðinni milli þess og þingvalla um   Hrafnabjargaháls. Kálfstindar, Reyðarbarmur og Reyða…
Tjaldstæðið Laugarvatn
Í nágrenni Laugarvatns hefur risið mikil sumarbústaðabyggð og eiga mörg stéttarfélög bústaði þar sem og einstaklingar. Skóglendi er mikið og víðlent o…
Þingvellir helgistaður allra Íslendinga
Á Þingvöllum við Öxará komu Íslendingar saman í fyrsta sinni árið 930. Upp frá því voru Þingvellir Fundarstaður þjóðarinnar allt til ársins 1798 eða í…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )