Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laugarvatn

Laugarvatn er lítið stöðuvatn í Laugardal í Árnessýslu. Þar hefur byggst upp stærsti skólakjarni utan   þéttbýlis á landinu. Fyrsti skólinn var stofnaður að tilhlutan Jónasar frá Hriflu árið 1928. Jarðhitasvæðið og gufubaðið eru áhugaverð. Veiði og vatnaíþróttir eru stundaðar við og á Laugarvatni. Lýsing á veiði í Apavatni á hér og vel við.

Vatnið er í eðli sínu vasaútgáfa af Apavatni. Þó hefur veiðst vel í vatninu fram undan Laugarvatnsþorpinu snemma á vorin, en volgt hveravatn glæðir botndýralífið í kuldatíðinni.

Bleikjan er ögn vænni í Laugarvatni en Apavatni, 2 punda fiskar eru nokkuð tíðir og í Hólaá, sem rennur úr vatninu, finnast allt að 7 punda bleikjur.

Vegalengdin frá Reykjavík um Gjábakkaveg er 75 km.

Myndasafn

Í grend

Álftavatn
Álftavatn er í Soginu á mörkum Grafningshrepps og Grímsness. Það er 2,2 km², dýpst 2 m og í 15 m hæð yfir sjó. Vegir liggja að vatninu f ...
Álftavatn
Álftavatn er stöðuvatn við Miðveg um Fjallabak syðra á svokölluðum Laufaleitum. Það er alldjúpt og talsverður silungur er í því eftir ...
Alviðra
Magnús Jóhannesson gaf Landvernd og Árnessýslu jarðirnar Alviðru í Ölfusi og Öndverðarnes II í   Grímsnesi árið 1973 og árið 1981 va ...
Golfklúbbur Kiðabergs
Grímsnesi 801 Selfossi Sími: 18 holur par 71 Jörðin Kiðjaberg er fornfrægt óðalsbýli og var um langt skeið sýslumannssetur Árnesinga ...
Grímsnes hreppur
Aðalatvinnuvegir í hreppnum eru landbúnaður, þjónusta við íbúa og sumargesti og ferðaþjónusta í vaxandi mæli. Einnig hafa nokkrir atvinn ...
Kaldárhöfði
Kaldárhöfði er bær gegnt Dráttarhlíð austan við Sogið. Þar var einn bezti veiðistaður árinnar áður en   Steingrímsstöð var byggð. ...
Kerið
Kerið í Grímsnesi er nyrztur gíghóla, sem nefnast Tjarnarhólar. Það er sporbaugslaga, 270 m langt og allt að 170 m breitt. Gígurinn er 55 m ...
Seyðishólar
Seyðishólar í Grimsnesi er gígaþyrping, öllu stærri en Tjarnarhólar með Kerinu. Þessir gígar eru jafngamlir Grímsneshrauninu (5000-6000 á ...
Stóra Laxá
Löng og stórfalleg bergvatnsá. Af mörgum talin sú fallegasta í landinu. Í ánni er veitt með tíu stöngum og  hleypur sumarveiðin á bilin ...
Úlfljótsvatn
Úlfljótsvatn er efsti hluti Sogsins á milli Írafoss- og Steingrímsstöðvar. Veiðileyfin gilda fyrir landi Efri-Brúar. Það miðast við Hamar ...
Úlfljótsvatn
Á árunum 1929-1933 keypti Rafmagnsveita Reykjavíkur (nú Orkuveita Reykjavíkur) jörðina Úlfljótsvatn   og vatnsréttindi að vestanverðu í ...
Vörðufell
Vörðufell (391m) stendur stakt sunnan og austan Hvítár hjá Iðu og skammt frá Skálholti. Það er   þríhyrningslaga og er bæði í Biskupst ...
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrst á málið ha ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )