Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Apavatn

Apavatn er 14 km² stöðuvatn í Laugardal í Árnessýslu.
Þetta vatn er þekkt úr Sturlungu, þegar Sturla  sveik Gissur Þorvaldsson, þegar þeir hittust þar, tók hann höndum og lét hann lofa sér að fara úr landi. Gissur lofaði því, en fór og safnaði liði og drap Sturlu og föður hans að Örlygsstöðum í Skagafirði.

Gríðarlegt magn af silungi er í vatninu, mest bleikja sem er beggja vegna pundsins, ekki stór en í góðu ástandi. Vatnið er ekki sérlega gjöfult veiðivatn, utan að vel veiðist við ósa margra áa og lækja sem renna í vatnið. Veiðist og vel í þeim ám, en það er önnur saga.

Minna er af urriða, en þeir eru mun vænni, allt að 10 pund og kýla sig út af hornsílum sem ógrynni er af í vatninu.

Vegalengdin frá Reykjavík um Gjábakkaveg er 81 km

Myndasafn

Í grennd

Laugarvatn
Laugarvatn er lítið stöðuvatn í Laugardal í Árnessýslu. Þar hefur byggst upp stærsti skólakjarni utan   þéttbýlis á landinu. Fyrsti skólinn var stofna…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )