Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reykholt Biskupstungum

Reykholt sundlaug

Saga staðarins hófst, þegar jarðhiti uppgötvaðist á fyrri hluta aldarinnar í landi Stóra-Fljóts. Barnaskóli með heimavist var reistur 1928. Um miðja öldina var byggt félagsheimilið Aratunga fyrir Biskupstungnahrepp. Það var nefnt eftir Ara fróða Þorgilsyni. Öll þjónusta fyrir ferðamenn er veitt í Reykholti, enda stöðugur straumur ferðamanna þar um árið um kring, ekki síst vegna fjölda sumarhúsabyggða í Biskupstungum.

Auk þess er stutt til Gullfoss og Geysis og til hins forna biskupsseturs Skálholts. Fyrir utan ofannefnt er að finna frekari fjölbreytta afþreyingu fyrir ferðamenn í og við Reykholt og margir áhugaverðir staðir í nágrenninu. Forvitnilegt er að skoða sig um í gróðurhúsabyggðinni.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 95 km.

Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!

Myndasafn

Í grennd

Bræðratunga
Bræðratunga er stórbýli og kirkjustaður í tungunni milli Hvítár og Tungufljóts í Biskupstungum. Miklar   starengjar fylgja bænum, Pollaengi við Tunguf…
Faxi
Fossinn Faxi Tungufljót á upptök sín í Sandvatni og fyrsta spölinn heitir hún Ásbrandsá en Tungufljót, þegar hún  kemur í byggð. Fjöldi lækja rennur …
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Laugarás
Þéttbýli hefur myndazt í Laugarási. Þar er mikill jarðhiti og fjöldi gróðurhúsa og góð þjónusta við ferðamenn og húsdýragarðurinn Slakki. Í Laugarási …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Tjaldstæðið Reykholt Aratunga
Öll þjónusta fyrir ferðamenn er veitt í Reykholti, enda stöðugur straumur ferðamanna þar um árið um kring, ekki síst vegna fjölda sumarhúsabyggða í Bi…
Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )